2.3

Votlend­is­stígar

Votlend­is­stígar

Stíga­gerð í mýrlendi getur verið krefj­andi. Erfitt getur verið að koma í veg fyrir að mölin blandist jarð­veg­inum og að stíg­urinn sökkvi í jörðu. Fram­kvæmdir við þessar aðstæður eru flóknari en hefð­bundin stíga­gerð og þar af leið­andi kostn­að­ar­samari. Fyrst ber að ganga úr skugga um hvort mögu­legt sé að færa leiðina þangað sem undir­lagið er betra.

Í sumum tilfellum gæti verið ákjós­an­legt að leggja timb­ur­stíg í votlendi. Gæta þarf þess að halda undir­stöð­unum eins þurrum og kostur er til að tryggja betri endingu viðsins. Huga þarf að því hverning stíg­urinn liggur í lands­laginu og forðast skal eftir fremsta megni að mann­virkið verði of fyrir­ferð­ar­mikið í landinu og virki sem aðskota­hlutur. Með því að brjóta upp legu stígsins með beygjum sem falla inn í lands­lagið má draga úr sjón­rænum áhrifum hans.

 


2.3.1Ull#2.3.1-ull

Ull má nota til þess að búa til fljót­andi stíg yfir deigan jarðveg.

Ef mögu­legt er að komast yfir ull nálægt verkstað er það umhverf­i­s­vænni og sjálf­bærari kostur en notkun ónátt­úru­legra bygg­ing­ar­efna. Ullin má vera óunnin.

Grafinn er 45 cm djúpur skurður og gæta skal þess að hafa botn hans eins sléttan og kostur er. Ullin er lögð eins þétt og hægt er í skurðinn þannig að efsta lag hennar beri við yfir­borð hans.

Síðan skal koma ræsum fyrir.

Malar­lagið er því næst lagt yfir, en við það mun ullin þjappast saman undan þung­anum.

Að því loknu er gengið frá köntum með torfi og landið snyrt og lagað eins og þörf er á.

Möl lögð á ull
Möl lögð á ull

2.3.2Fljótandi grjótstígur#2.3.2-fljotandi-grjotstigur

Hellustígur í votlendi
Hellustígur í votlendi

Einnig er hægt er að láta göngu­stíg fljóta í deigum jarð­vegi með grjóti. Þá er notast við stórar grjót­hellur sem lagðar eru í jarð­veginn, en gæta þarf að því að tengja þær saman með undir­bygg­ingu, sem tryggir að vatn geti runnið undir þeim. Með því að tengja alla steinana saman virkar stíg­urinn sem ein heild og flýtur ofan á blautri jörð­inni. Grjótið mun þannig hreyfast með jarð­veg­inum. Oft getur þurft að byggja vel undir hell­urnar, allt að þrjú lög af grjóti getur þurfti til þess að halda við yfir­borðs­hell­urnar. Tryggja þarf að hell­urnar séu stöð­ugar þegar þær eru lagðar.

Séð að ofan
Séð að ofan
Snið - vatn flæðir undir hellurnar
Snið - vatn flæðir undir hellurnar
Snið - í mikilli bleytu gæti þurft að leggja fleiri steina undir hellurnar
Snið - í mikilli bleytu gæti þurft að leggja fleiri steina undir hellurnar

2.3.3Hlaðið yfir mýrarsund#2.3.3-hladid-yfir-mrarsund

Gömul aðferð til þess að gera örugga leið yfir blautar mýrar. Hlaðinn er uppbyggður stígur úr mýrartorfi sem skorið er við stíginn. Slíkar jarð­brýr voru algengar á gömlum þjóð­leiðum áður fyrr.

Mýrlendi fyrir
Mýrlendi fyrir
Hlaðið yfir mýrarsund
Hlaðið yfir mýrarsund