2.6

Strand­stígar

Þegar lagðir eru göngu­stígar við sjáv­ar­síðuna þarf að huga að legu þeirra í lands­laginu. Gæta þarf þess að stíg­urinn liggi ekki þar sem rof vegna ágangs sjávar gætir og taka þarf tillit til stór­streymis og hækk­andi sjáv­ar­stöðu. Ef leggja þarf stíg nálægt flæð­ar­máli þarf að gæta þess að undirlag hans sé eins traust og kostur er svo sjórinn moli hann ekki niður.

Mikil­vægt er að efnis­notkun samræmist umhverfinu og falli vel inn í lands­lagið. Við sjáv­ar­síðuna er oft auðvelt að finna bygg­ing­ar­efni sem nota má í fram­kvæmdina, svo sem grjót, rekavið, möl og sand.

Dæmi um strandstíg þar sem fjörugrjót er nýtt til að afmarka gönguleið
Dæmi um strandstíg þar sem fjörugrjót er nýtt til að afmarka gönguleið