2.2

Malar­stígar

Dæmigerð uppbygging malarstígs
Dæmigerð uppbygging malarstígs

Algengast er að notast við malar­efni við uppbygg­ingu göngu­stíga, enda einfald­asta og hagkvæm­asta aðferðin til slíks. Það er hins vegar margt sem þarf að hafa í huga við gerð malar­stíga.

Heppi­legast er að nota malar­efni af staðnum eða úr nágrenni hans, ef það er metið hentugt til stíga­gerðar. Notkun stað­ar­efna stuðlar að því að stíg­urinn falli betur að lands­laginu og virðist vera hluti af umhverfinu. Ef ekki er mögu­legt að fá efni af staðnum þarf að leita í nærliggj­andi námur. Finna þarf efni í hent­ugri korna­stærð og gæta þess að litur og áferð séu í samræmi við umhverfið.

Uppbygging malar­stíga er lagskipt og þjónar hvert lag ákveðnum tilgangi:

Gróft burðarlagVið krefjandi aðstæður, eins og ef jarðvegur er blautur, er notast við gróft burðarlag með kornastærð á bilinu 75–150 mm.
BurðarlagEf ekki er þörf á grófu burðarlagi er nóg að notast við burðarlag með kornastærð á bilinu 50–100 mm.
YfirborðslagMeð kornastærð á bilinu 25–50 mm og má innihalda fínefni til að auka bindingu. Þarf að vera sterkt efni sem skolast ekki burt eða fýkur auðveldlega. Það þarf að vera þægilegt að ganga á því og helst þarf það að samsvara umhverfi sínu hvað varðar lit og áferð.

Þykkt malar­efnis fer eftir aðstæðum. Ef stíg­urinn á að vera fær vélum og tækjum þarf að undir­lagið að vera 500 mm að þykkt, en ef hann er hugs­aður einungis fyrir gang­andi umferð þarf undir­lagið að vera 250 mm á þykkt hið minnsta. Hvert lag skal þjappað til þess að auka bind­ingu.

Stígagerð í grónu landi
Stígagerð í grónu landi
Uppgröftur tekin til hliðar og torf nýtt
Uppgröftur tekin til hliðar og torf nýtt
Kantar mótaðir og möl lögð í stíg
Kantar mótaðir og möl lögð í stíg
Lokafrágangur á köntum
Lokafrágangur á köntum

Þegar búið er að ákvarða hvar stíg­urinn á að liggja er grafið fyrir burð­ar­lagi hans. Best er að halda botni skurðsins eins sléttum og hægt er. Uppgreftr­inum er haldið til haga og hann nýttur í land­mótun og gerð kanta. Ef leiðin er mjög rofin gæti þurft að nota uppgröft til þess að fylla í stór rofsár. Öllu torfi er haldið til haga til þess að ganga frá köntum og græða upp rof.

Einhver ræsi gæti þurft að setja upp áður en möl er borin í stíginn.

Við ákveðnar aðstæður þarf að leggja jarð­vegsdúk undir mölina til að hindra að jarð­vegur blandist við malar­efni stígsins eða að mölin sökkvi í jörðina. Þetta á við um mýrlendi og þar sem frost­verkun er mikil. Mikil­vægt er að ganga þannig frá jarð­vegs­dúknum að hann komist ekki upp á yfir­borðið, en frágangur þar sem jarð­vegs­dúkur er sýni­legur rýrir heild­ar­yf­ir­bragð stígsins. Hafa skal í huga að möl þjappast aldrei vel ofan á jarð­vegsdúk og þar af leið­andi getur malar­efni skolast af stígnum ef dúkur er undir, sérstak­lega ef stíg­urinn liggur í miklum bratta.

 

Uppbygging malarstígs
Uppbygging malarstígs

Tvö lög af malar­efni eru lögð í skurðinn, burð­arlag og yfir­borðslag. Þjappað er á milli laga.

Því næst er gengið frá köntum stígsins á snyrti­legan hátt með efninu úr stígnum, torfi og grjóti. Reynt er eftir fremsta megni að móta kanta stígsins þannig að þeir renni inn í umhverfi sitt á sem nátt­úru­leg­astan hátt.

Flutningur efnis á verksstað
Flutningur efnis á verksstað