2.9

Stikur og vörður

Hér á árum áður mörkuðu vörður helstu göngu­leiðir landsins. Þær skipa stóran sess í samgöngu­sögu Íslands og menn­ing­ar­verð­mæti þeirra eru mikil. Þegar viðhalda á gömlum vörðum er mikil­vægt að það sé gert af fagmennsku. Reyna þarf eftir fremsta megni að greina hleðslu­stíl vörð­unnar þó hún sé fallin og reyna að endur­hlaða hana í sínum uppruna­lega stíl. Hleðslu­maður þarf að leggja til hilðar sinn eigin hleðslu­stíl og reyna að setja sig í fótspor þeirra sem uppruna­lega hlóðu vörðuna. Mikil­vægt er að hafa samband við Minja­stofnun áður en hugað er að viðgerðum á vörðum og vinna í samstarfi við minja­vörð svæð­isins.

 

Varða
Varða

Á síðari tímum tóku stikur að einhverju leiti við sem vegvísar. 

Það er mikill ábyrgð­ar­hlutur að stika göngu­leið. Mikl­vægt er að rétt lega sé valin fyrir göngu­leiðina til að koma í veg fyrir mikið jarðrask. Greina þarf lands­lagið og aðstæður við göngu­leiðina líkt og er hanna á göngu­stíg. Forðast skal að beina fólki beint upp brattar brekkur þar sem vatn getur runnið í rofs­árum og ollið miklum skemmdum. Þar sem leiðin liggur upp bratta brekku er gott að stika leiðina þétt og láta hana liggja í beygjum til að takmarka brattar beinar línur.