3

Vatnafar og innviðir

Eitt það allra mikil­væg­asta í göngu­stíga­gerð er að verja mann­virkin fyrir vatnsaga. Mark­miðið er að ná yfir­borð­s­vatni af stígnum sem allra fyrst og ná að stýra flæði þess. Stór hluti af göngu­stíga­gerð snýst um að sporna við vatns­rofi. Það getur verið mjög kostn­að­ar­samt að huga ekki nógu vel að ræsum því vatn getur eyðilagt heilan stíg á stuttum tíma.

Vatn sem hefur áhrif á göngu­stíga er ýmist regn­vatn sem fellur á stíginn, snjó­bráð í leys­ingum, yfir­borð­s­vatn frá landinu í kring sem rennur yfir stíginn og vatn í jarð­vegi.