4

Land­mótun og land­græðsla

Göngu­stígar eru nátt­úru­verndarað­gerð

Stór hluti göngu­stíga­gerðar felur í sér að græða upp og draga úr skemmdum á nátt­úr­unni og sporna við rofi. Megin­mark­miðið er að endur­heimta nátt­úru­legt yfir­bragð svæð­isins og láta líta út fyrir að ekkert hafi verið átt við svæðið.

Uppgræðsla felur í sér land­mótun á köntum stígs, uppgræðslu villu­stíga, styrk­ingu kanta og uppgræðslu á rofi.

Best er að bregðast við rofmyndun snemma áður en vanda­málið ágerist og kostn­aður við lagfær­ingar eykst.

Meta þarf ástand svæð­isins, athuga hvað plöntu­teg­undir vaxa á svæðinu, hvernig jarð­veg­urinn er gerður og jarð­fræði stað­arins til þess að ganga úr skugga um að land­mót­unin og uppgræðsla sé í samræmi við umhverfið og að ekki sé flutt inn fram­andi efni og tegundir. Rof getur myndast meðal annars myndast sökum uppfoks, umferðar og vatns.

Færsla efnis á verksstað
Færsla efnis á verksstað

4.1Landmótun og uppbygging kanta#4.1-landmotun-og-uppbygging-kanta

Notast er við allt það efni sem fellur til við stíga­gerð í land­mótun, svo sem jarðveg, torf og grjót. Mikil­vægt er að búa þannig um jarð­veginn að hann nái jafn­vægi á ný og stað­ar­gróður geti náð sér aftur á strik. Á svæðum þar sem lítið efni er til staðar, til dæmis vegna mikils rofs, gæti þurft að flytja efni að stígnum, annað­hvort „fá lánað“ úr nágrenninu eða flytja torf inn á svæðið. Ef torf er tekið úr umhverfinu má svæðið þar sem tofið er stungið ekki vera í sjón­línu frá stígnum og gæta þarf þess að gengið sé frá því þannig að það ná að jafna sig á ný og ekki séu skilin eftir varanleg sár á landinu.

 

Stíga­gerð fylgir oftast umtals­verð umbylting á landinu. Ganga þarf úr skugga um að kantar stíg­anna séu vel uppbyggðir, þeir rammi stíginn inn og haldi við yfir­borðs­efni stígsins. Þeir eiga að virka sem tenging stígsins við umhverfið og blandast full­kom­lega við aðliggj­andi landslag. Uppbyggðir kantar stýra umferð um stíginn og hindra myndun villu­stíga, en upphækk­aðar hindr­anir stuðla að því að fólk velur fremur að ganga á stígnum en utan hans.

Slíkar hindr­anir er gott að setja upp á viðkvæmum stöðum þar sem líklegt er að fólk fari út af stígnum. Slíkar aðstæður geta til dæmis verið þar sem:

  • Yfirborð stígsins er ekki gott
  • Í beygjum
  • Þegar gengið er niður brekkur
  • Eru sjáanlegir villustígar
  • Skárræsi liggja
  • Áfangastaðir eða kennileiti birtast, svo sem bílaplan, áningarstaður eða foss.

 

 

Kantar ekki nógu háir
Kantar ekki nógu háir
Hér er stytt sér leið og villustígar myndast
Hér er stytt sér leið og villustígar myndast
Landmótun rammar inn stíg og varnar gegn villustígum
Landmótun rammar inn stíg og varnar gegn villustígum

Þegar unnið er við land­mótun á köntum er mikil­vægt að þeir séu vand­aðir og stöð­ugir. Þeir verða að þola ágang og rof. Við uppbygg­ingu kanta er notast við jarðveg, torf og grjót og mikil­vægt er að reyna að ná fram nátt­úru­legu yfir­bragði.  Hægt er að koma fyrir steinum umhverfis stíginn á nátt­úru­legan hátt, sérstak­lega ef grjót er fyrir á svæðinu. Varast skal að raða steinum of reglu­lega.  Þá er mikil­vægt að þeir séu stórir og stöð­ugir þannig að ekki sé hægt að velta þeim um koll. Einnig er hægt að raða upp minni steinum sem samsvara nátt­úr­legum aðstæðum umhverfis stíginn, en gras vex oft vel í skjóli stórra steina og því er enn nátt­úru­legra að leggja torf umhverfis þá steina sem komið er fyrir.

Uppröðun steina of einsleit
Uppröðun steina of einsleit
Náttúruleg uppröðun steina
Náttúruleg uppröðun steina

4.2Uppgræðsla villustíga#4.2-uppgraedsla-villustiga

Útbreyðsla stígs vegna rofs
Útbreyðsla stígs vegna rofs
Stígur eftir viðgerðir
Stígur eftir viðgerðir

Jarð­vegsrof á ferða­manna­stöðum er algengt á svæðum sem hafa þurft að þola mikinn ágango og þar sem innviðir hafa ekki verið nægi­lega öflugir. Þar sem ekki eru afmark­aðir stígar sem beina umferð ferða­manna á skil­virkan hátt um svæðið er hætt við myndun villu­stíga. Þegar umferð fólks fer að dreifast um svæðið þannig að gróð­ur­þekjan skemmist er nauð­syn­legt að grípa inn í með og græða upp landið. Best er að afmá alla villu­stíga sem eru sjáan­legir frá göngu­stígnum, en það kemur í veg fyrir að fólk freistist til þess að ganga út fyrir stíginn.

Margt getur ýtt undir að villu­stígar myndist svo sem að stíga vanti alfarið eða þeir eru illa gerðir eða þá að yfir­borð þeirra er óþægi­legt til göngu. Séu stígar eða útsýn­ispallar illa stað­settir, veita gestum ekki nægi­lega gott útsýni eða nógu góða upplifun af því sem þar er að sjá geta villu­stígar hæglega orðið til. Fólk gengur þá út fyrir stíginn til þess að sjá það sem það vill sjá.

Loftað um þjappaðan jarðveg á villustíg
Loftað um þjappaðan jarðveg á villustíg

Við uppgræðslu á villu­stígum er mikil­vægast að bæta jarð­veginn eins og hægt er. Við stöð­ugan ágang þjappast jarð­veg­urinn saman svo súrefni kemst ekki að honum. Með því að stinga rofið upp og lofta um jarð­veginn nær gróð­urinn að taka við sér. Oft er nóg að hleypa lofti í villu­stíga og leyfa síðan nátt­úr­unni að græða upp sárið. Það flýtir fyrir uppgræðslu að setja torfur í sárið og best er að notast við stað­ar­gróður ef kostur er.

Einnig er hægt að notast við fræs­lægju, eða fræblöndu, en meta þarf stað­ar­gróður áður til að koma í veg fyrir að raska stað­ar­gróðri með fram­andi gras­teg­undum.

Notkun á áburði getur flýtt fyrir uppgræðslu á svæðum sem það á við, en athuga þarf reglur um notkun áburðar á frið­lýstum svæðum td.

Þar sem villu­stígur liggur í brekku þarf að gæta þess að ræsa vatni frá sárinu svo jarð­veg­urinn skolist ekki í burtu.

Sams­konar aðferðum má beita við uppgræðslu rofsára og rofa­barða. Þá eru rofa­börðin felld og þau þakin þau eins og kostur er til þess að stöðva áfram­hald­andi rofmyndun.

Villustígur afmáður með gafli
Villustígur afmáður með gafli