Til eru margar mismunandi gerðir göngustíga sem henta hverjum stað og hverju verkefni fyrir sig. Engin ein rétt lausn er til og er mikilvægt að greina ástand svæðisins vel til að átta sig á aðstæðum. Eftir greiningarvinnu getur hönnun farið fram þar sem göngustígur er hannaður í samræmi við umhverfi sitt.