Neðsti hluti stoðanna á skiltunum eru klædd í skó, sem bæði festa skiltið við jörðina og vernda viðinn og auka endingu hans.
Skórnir eru, eins og nafnið bendir til, hosur sem tréstoðunum í skiltunum er smeygt niður í. Sambærilegir skóreru algengir í uppsetningu á viðarstaurum, til að mynda í sólpöllum landsmanna. Skór Vegrúnar hafa þó verið aðlagaðir þörfum kerfinsins og eru sérframleiddir hjá Íslandshúsum.
Skóna er hægt að festa við jörð með ýmsum aðferðum, sem er lýst nánar í kaflanum 5.3. Uppsetning skilta. Þeir eru sýnilegir og standa upp fyrir jarðveginn og eru litaðir í sama lit og grunnlitnum sem hefur verið valinn á viðkomandi skilti. Sjá nánar um litavalið á síðunni 2.3. Litir.
Stoðirnar eru boltaðar í skóna með 4 boltum á hvern skó, sem ná í gegnum stoðina. Sjá nánar í kaflanum Samsetning.