Þegar innihald skiltanna liggur fyrir þarf að stilla því upp í rétt útlit.
Grafískt útliti skiltanna skal byggt á þeim reglum sem er að finna í kaflanum um útlitseiningar.
Sum skiltanna eru einföld í framsetningu og fljót útfærð. Önnur geta verið um flóknari og kalla á töluvert skipulag, efnissköpun og smíði. Eins og með aðra liði skiltanna er best að leita til fagmanna og notast hér við grafíska hönnuði.
Hér má sækja sniðmátsskjöl fyrir allar tegundir af plötum sem eru í kerfinu. Hver skrá (.zip) inniheldur fjögur InDesign skjöl, hvert fyrir sinn grunnlit í kerfinu.
Skjölin eru í réttum stærðum fyrir framleiðslu, innihalda grind og megin leiðarvísa um uppsetningu. Einnig er í skránum upplýsingaskjal um rétta útkeyrslu fyrir prentun.
Skjölin er gerð í Adobe InDesign 16.
10 cm breiðar plötur á Vegvita.
60 cm breiðar plötur á almenn skilti.
100 cm breiðar plötur á almenn skilti.
140 cm breiðar plötur á almenn skilti.
180 cm breiðar plötur á almenn skilti.
30 cm breiðar plötur á hallandi almenn skilti.
100 cm breiðar plötur á hallandi almenn skilti.
140 cm breiðar plötur á hallandi almenn skilti.