5.6

Uppsetning skilta

Skilti Vegrúnar eru hönnuð með það í huga að þau séu þægileg í uppsetn­ingu í sem flestum aðstæðum. Því má í raun segja að það sé hægt að notast við ýmsar leiðir til að setja niður skilti, en hér verður helstu aðferðum lýst sem mælst er til að nota.

Athugið

Gott er að hafa samband við stað- og verkkunn­ugan einstak­ling, til að velja hvaða leið er best til að setja niður skiltið.

Til að skiltið standi beint og fallega er mjög gott að vera með skiltið sjálft eða skap­alón í þeirri stærð sem endan­legt skilti á að vera í. Þá er hægt að færa undir­stöðu/skilta­skóinn og merkja til að fá sem besta niður­stöðu.


5.6.1Vindálag#5.6.1-vindalag

Við stað­setn­ingu á skilti er gott að miða við að skiltið sé ekki þannig upp sett að öflug­asta og algeng­asta vind­áttin á þeim stað sem skiltið á að fara upp á sé ekki beint framan eða aftan á skiltið.

Á vef veður­stofu Íslands er hægt að opna svokall­aðan vinda­atlas sem getur sýnt, með nokk­urri nákvæmni, vindrós sem sýnir algeng­ustu og sterk­ustu vindáttir stað­arins.


5.6.2Forsteyptar undirstöður#5.6.2-forsteyptar-undirstodur

Forsteyptar undirstöður
Forsteyptar undirstöður

Algeng­asta leiðin til að festa niður skilti er að grafa niður forsteyptar undir­stöður og festa skiltið í þær.

  1. Til að ná sem bestri niðurstöðu er gott að jarðvegsskipta, hæð undirstöðu + að lágmarki 10 cm. Hafa skal í huga að hæð undirstöðu + malarfylling nái niður fyrir frostlínu.
  2. Undirstaða skal vera um 4 cm fyrir neðan ætlaða jarðlínu.
  3. Þá er frostfrí malarfylling sett í botnin og þjappað vel og passað að eftir þjöppun sé fyllingin slétt og lárétt.
  4. Næst skal koma fyrir forsteyptri einingu og stilla miðað við breidd skiltis. Þegar hér er komið sögu er jafnvel gott að koma skiltinu fyrir og athuga hvort skiltið standi beint.
  5. Fylla skal að undirstöðu með frostfrírri möl og yfir undirstöðu um 4 cm.
  6. Skór festur á múrboltann og hann hertur.
  7. Skilti komið fyrir í skó og fest.

Athugið

  • Þyngd undirstöðu fer eftir jarðvegi, veðurfari og stærð skiltis. Best er að ráðfæra sig við stað- og verkkunnuga við ákvörðun á undirstöðu.
  • Meginreglan ætti að vera að ofgera undirstöðu því það er vinna sem skilar sér alltaf.

5.6.3Steyptur flötur#5.6.3-steyptur-flotur

Þar sem aðstaða er til að festa skóna beint á steyptan flöt eða klöpp, getur það verið auðveld og góð leið til að setja upp skilti.

  1. Bora skal niður í klöppina með 20 mm bor og koma fyrir múrbolta.
  2. Skór festur á múrboltann og hann hertur.
  3. Skilti komið fyrir í skó og fest.

Athugið

  • Hafa skal í huga að þegar múrboltinn er hertur, tútnar hann út í steypunni og boltinn dregst upp um c.a. 1 cm. Þá gæti þurft að nota spaðabor til að taka úr viðarstoðinni til að boltinn gangi upp í stoðina svo stoðirnar verði í sömu hæð.
  • Ef veðuraðstæður eru slæmar eða skiltið er stórt, er best að rafsjóða skóinn við 40x40cm plötu (plata í srám) og setja 4 múrbolta í stað 1.

5.6.4Grafið beint í jörð#5.6.4-grafid-beint-i-jord

  1. Grafa skal holu niður fyrir frostlínu og eins djúpt umfram það eins og hægt er.
  2. Stoðunum eða skiltinu komið fyrir eins og það á að standa.
  3. Grjóti, malarfyllingu eða jörð þjappað að í lögum til að ná sem bestri festingu

Athugið

  • Hafa skal í huga að stoðin þarf að vera lengri sem um dýpt holunnar nemur.
  • Jarðvegur er misjafn og nauðsynlegt að þekkja vel til áður en skilti eru grafin beint í jörðu.