Á plöturnar er límd áprentuð filma, sem sýnir þá grafík sem hefur verið sett upp eftir reglum Vegrúnar.
Þegar búið er að setja upp og samþykkja skilti, byggð á grafískum leiðbeiningum handbókarinnar, eru þau prentuð og límd á álplöturnar. Til þess að ábyrgjast sem lengsta og besta endingu skiltanna mælumst við með eftirfarandi vali á filmum og prentun.
Prentfilma
Varnarfilma
Sem viðmið skal hafa eftirfarandi upplausn á efni sem skilað er til prentunar. Eftirfarandi upplausn skilar góðum gæðum á prentun, en hærri upplausn þýðir ekki endilega betri gæði. Á móti mun prentun taka lengri tíma (hærri upplausn = lengri prenttími) sem getur þýtt hærri prentkostnað.
Hágæðaprentun | 150 dpi í raunstærð |
Hefðbundin prentun | 72 dpi í raunstærð |
Stærri myndir | 30 til 72 dpi í raunstærð |
Það er ávallt mælst með hágæðaprentun þegar það er mögulegt.
Best er að setja sig í samband við viðkomandi prentara til að sannreyna hvernig hann vill fá skjölin til sín, en eftirfarandi punkta er gott að hafa almennt í huga við skil.