5.5

Filmur og prentun

Á plöt­urnar er límd áprentuð filma, sem sýnir þá grafík sem hefur verið sett upp eftir reglum Vegrúnar.

Þegar búið er að setja upp og samþykkja skilti, byggð á graf­ískum leið­bein­ingum hand­bók­ar­innar, eru þau prentuð og límd á álplöt­urnar. Til þess að ábyrgjast sem lengsta og besta endingu skilt­anna mælumst við með eftir­far­andi vali á filmum og prentun.


5.5.1Filmur#5.5.1-filmur

Prent­filma

  • Prenta skal á Polymeric filmur
  • Prenta skal hægt á filmuna til að tryggja gæði í litum og þekju

Varnar­filma

  • Anti-graffiti filma skal límast yfir prentfilmu. Hún gefur auka vernd fyrir ágengi veðurs og sandfoks. Filman er einnit með glansandi yfirborði sem tryggir gæðilitarins og með góðri UV vörn sem verndar prentaða filmu gegn upplitun vegna sólaljóss.

5.5.2Prentupplausn#5.5.2-prentupplausn

Sem viðmið skal hafa eftir­far­andi upplausn á efni sem skilað er til prent­unar. Eftir­far­andi upplausn skilar góðum gæðum á prentun, en hærri upplausn þýðir ekki endi­lega betri gæði. Á móti mun prentun taka lengri tíma (hærri upplausn = lengri prenttími) sem getur þýtt hærri prent­kostnað.

Hágæðaprentun150 dpi í raunstærð
Hefðbundin prentun72 dpi í raunstærð
Stærri myndir30 til 72 dpi í raunstærð

Athugið

Það er ávallt mælst með hágæða­prentun þegar það er mögu­legt.


5.5.3Skil á gögnum#5.5.3-skil-a-gognum

Best er að setja sig í samband við viðkom­andi prentara til að sann­reyna hvernig hann vill fá skjölin til sín, en eftir­far­andi punkta er gott að hafa almennt í huga við skil.

  • Vinna grafík og skila eftir mátskjölum hér úr handbók
  • Fylgja blæðingu í skjölum, minnst 5 mm
  • Hafa skurðarmerki þar sem plötur beygjast
  • Sannreyna að skurðarmerki og línur haldist utan sýnilegs prentflatar
  • Útlína allt letur
  • Gefa upp mælingar í cm
  • Senda með yfirlit, þegar prentaðar eru nokkur skilti, sem staðsetur saman grafík og plötur
  • Hafa skjalarheiti með skýrum tilvísunum í staði og stærðir