5.7

Samsetning

Þegar allar einingar liggja fyrir er bara eftir að festa allt saman.

Undir hverjum kafla hér í 5. Fram­leiðsla má finna leið­bein­ingar um hverja einingu sem þarf að láta útbúa fyrir skiltin. Þegar allar nauð­syn­legar einingar liggja fyrir þarf að setja þær saman.

Til að bjóða upp á sem bestan skilning á samsetn­ingu skilt­anna má sækja samsetn­inga­skjöl í AR formi, þar sem allir hlutar skilt­anna eru sýni­legir í útsprengdri mynd. Hægt er að skoða þetta skjal í tölvu eða snjall­tæki, og þá með viðbót­ar­veru­leika og ganga þannig í kringum skiltin til að skoða þau í smáat­riðum.