4

Örygg­is­merk­ingar

Öryggi ferða­manna í íslenskri náttúru er gífur­lega mikil­vægur þáttur. Vegrún var því hönnuð með sérstak­lega mikinn sveigj­an­leika í huga þegar það kemur að fram­setn­ingu örygg­is­þátta.

Hallandi almennt skilti tileinkað öryggismerkingum
Hallandi almennt skilti tileinkað öryggismerkingum

Það verður líklegast aldrei hægt að gera íslenska náttúru algjör­lega örugga fyrir gest­unum í nátt­úr­unni, en við getum gert margt til að stuðla að þessu öryggi. Góðar merk­ingar eru þar mikil­vægt verk­færi sem ber að nota vand­lega.

Örygg­is­merk­ingar eru því mikil­vægur hluti af Vegrúnu og eru þær settar fram á sama máta og allt annað í kerfinu — sem mátkerfi. Það þýðir að búið er að skil­greina grunn eining­arnar sem þarf til að örygg­is­merkja staði, ss. liti, mynd­merki og hvernig og hvar merk­ing­arnar eru settar fram, en það er á ábyrgð þeirra sem setja upp skiltin hvað stendur á þeim og hvar þau eru sett.


4.1Útlit#4.1-utlit

Örygg­is­merk­ing­arnar byggja á sama útlits­grunni og allt annað innan Vegrúnar. Sömu skilti, stærðir og letur­fram­setn­ingar.

Aðgrein­ingin liggur fyrst og fremst í lita­notkun á örygg­is­merk­ing­unum. Öll almenn skilti í Vegrúnu notast við einn af fjórum grunn­litum; Móberg, Mosi, Grágrýti eða Ull. Allir hafa það sameig­in­legt að vera jarð-tóna og falla vel að umhverfinu. Á móti eru örygg­is­lit­irnir, Brenni­steinn og Kvika, valdir til að skera sig úr. Bæði frá hinum litunum, en ekki síður til að vera áber­andi í umhverfinu og draga þannig augað að upplý­is­ing­unum sem er mikil­vægt að sjá.

Með því að velja stærð flat­arins sem örygg­is­litrnir þekja, má stýra hversu aðkallandi örygg­is­upp­lýs­ing­arnar eru.


4.2Hlutfall öryggis í skilti#4.2-hlutfall-oryggis-i-skilti

Mismunandi hlutfall öryggisupplýsinga í almennu skilti
Mismunandi hlutfall öryggisupplýsinga í almennu skilti

Myndin hér að ofan sýnir fjórar mismun­andi áherslur á örygg­is­þáttinn í almennu skilti í stærð­inni 100×220 cm.

  1. Fyrsta dæmið þar sem aðeins hluti af einni plötunni er tileinkaður upplýsingum um öryggi. Þetta getur hentað þar sem rétt er þörf að minna á tiltekinn hlut sem ber að hafa í huga.
  2. Næsta dæmi sýnir að ein plata hefur verið tileinkuð af heildar skilti fyrir öryggi. Nokkuð áberandi lausn, en án þess að kæfa aðrar upplýsingar sem ganga fyrir.
  3. Þriðja lausnin er sambærileg númer tvö, nema stærri plötu hefur verið eignað öryggisupplýsingum. Með stærri fleti er áherslan á mikilvægi öryggis orðin enn meiri.
  4. Síðasta dæmið sýnir dæmi þar sem allt skiltið er tileinkað öryggismálum. Engar aðrar upplýsingar eru á skiltinu.

Síðan má einnig velja stærð skilt­isins og þannig stýra hversu áber­andi í umhverfinu skilti sem eru tileinkuð örygginu eru.


4.3Upplýsingar#4.3-upplsingar

Mikil­vægur þáttur öryggis eru að sýna réttar og viðeig­andi upplýs­ingar á almennum skiltum, ekki aðeins örygg­is­skiltum. Gott dæmi eru vegprestar sem inni­halda vega­lengdir og áætlaða göngu­tíma. Þessar upplýs­ingar geta sem dæmi bjargað mörgum sem eru á göngu og þurfa réttar upplýs­ingar til að taka ákvarð­anir um hvert skal ganga.

Einnig er mikil­vægt að minna á, með þjón­ustu­merkjum og textum, hvað ber að varast á svæðum sem er gengið inná.

Vegprestur
Vegprestur

4.4Myndmerki#4.4-myndmerki

Sérstök mynd­merki hafa verið teiknuð fyrir örygg­is­hluta Vegrúnar, sem er hægt að skoða í kafl­anum um Mynd­merki hér á vefnum.

Merkj­unum er skipt upp í hættu og aðvar­anir og bann­merki annar­s­vegar, sem hjálpa sérstak­lega til við að stýra örygg­is­málum. Og þjón­ustu­merki og leið­bein­ing­ar­merki hins­vegar til upplýs­inga um staðinn.


4.5Tungumál#4.5-tungumal

Allar merk­ingar í Vegrúnu skulu vera á íslensku og ensku. Í örygg­is­merk­ingum er einnig leyfi­legt að bæta við þriðja tungu­máli, ss. kínversku, sé þess þörf.

Besta lausnin er þó að notast við mynd­merki og upplýs­ingar sem skiljast þvert á tungumál, ss. vega­lengdir og tíma.

Nærmynd af öryggismerkingu, sem inniheldur hættu myndmerki auk þjónustumerkja
Nærmynd af öryggismerkingu, sem inniheldur hættu myndmerki auk þjónustumerkja

4.6Sérlausnir#4.6-serlausnir

Vegrún er gerð með það í huga að hægt sé að nýta hana í flestum aðstæðum, en vissu­lega munu koma upp aðstæður þar sem nauð­syn­legt er að brjótast út úr reglum hennar til að passa tilteknum stöðum. Þetta á sérstak­lega við í örygg­is­merk­ingum.

Á meðan grunn­reglur um fram­setn­ingu örygg­is­upp­lýs­ing­anna er fram­fylgt, hvetjum við notendur kerf­isins að sveigja regl­urnar til að auka læsi­leika og öryggi notendans.

Dæmi um slíkt má sjá á mynd­unum hér að neðan, þar sem örygg­is­merking var sérstak­lega gerð til að passa á kassa fyrir björg­un­ar­hring við Djúpalónssand. Hér þótti ekki við hæfi að bæta við sérstöku skilti og taka þannig frá umhverfinu, en um leið mikil­vægt að merkja kassann vel. Límfilma var sérgerð í stærð beint á kassann og þannig mátti nota aðstæður og um leið gera þær eftir­tekta­verðari og þar með öruggari.

Sérgerð öryggismerking á kassa utan um björgunarhring
Sérgerð öryggismerking á kassa utan um björgunarhring