5.2

Stoðir

Hryggj­arsúlan í skilt­unum er stoðin sem stendur upp frá skónum og ber plöt­urnar.

Stoðin í hverju skilti er í stærð­inni 100 × 100 mm, í viðeig­andi lengd eftir þörfum. Þessi mikil­væga eining er úr íslensku lerki.


5.2.1Viður#5.2.1-vidur

Viður er lifandi og mun sveigjast og beyjast ef miklar raka­breyt­ingar verða. Best er að geyma viðar­stoð­irnar í sem líkustum aðstæðum og þær verða notaðar í fram að uppsetn­ingu skilt­isins.

Eftir að stoðin hefur verið söguð í þá lengd og hæð sem skiltið á að vera í er gott að athuga hvort stoðin sé að springa og klofna á einhverri hlið. Ef sprung­urnar eru aðeins á einni hlið er gott að snúa þeim inn (sjá mynd) og ef sprungur eru á tveimur hliðum skal þeim snúið inn og út (sjá mynd). Ef sprungur eru á öllum hliðum þarf annað hvort að gæta þess að skúfur lendi ekki beint í sprung­unum eða velja aðra stoð.

Hægt er að nota mikið sprungið efni í vegvita eða lægri stoðir sem fara í skáskilti.


5.2.2Merkt fyrir götum#5.2.2-merkt-fyrir-gotum

Eftir að ákveðið hefur verið á hvaða hlið álplöt­urnar koma er gott að merkja hvar skal borað í stoð­irnar. Hægt er að láta gera skap­alón eða nota málband til að merkja.

Við mælum með að gera skap­alón, sérstak­lega þegar áætlað er að setja upp einhvern fjölda af skiltum. Það sparar tíma og skilar vand­aðri vinnu. Þá þarf aðeins að leggja það á stoðina og bora eftir götunum eða merkja og bora svo eins mörg göt og þarf fyrir það skilti. Hér að neðan má sækja PDF skjal af slíku skap­alóni, sem er hægt að nota til að láta skera út úr málm eða við til notk­unar.

Ef ekki er vitað nákvæm­lega hversu margar plötur koma á skiltið má nota síl til að merkja í viðinn og bora þegar vitað er hversu mörg göt þarf.

Með því að setja setja hatt á og svo plötur og fest í götin eins og þau segja til um verður skiltið sjálf­krafa beint og fallegt.


5.2.3Lerki#5.2.3-lerki

Lerki, eða barr­fellir, er sumargrænt barrtré sem vex einkum á norð­ur­hveli jarðar. Á Íslandi vaxa nokkrar tegundir lerkis, en rússal­erki er eitt algeng­asta skóg­rækt­artré á Íslandi.

Við val á efni í stoðir kom margt til greina en lerki stóð upp úr á endanum. Lerki er nátt­úru­lega fúavarið og lerkistoðir geta staðið í tugi ára án þess að fúavörn sé borin á þær. Skóg­ræktin og skóg­ar­bændur hafa plantað tugum þúsunda lerkitjáa í mörg ár og nú er mikið til af lerki í landinu sem nota má í stoðir.

Lerkið gránar með tímanum og verður ljós­grátt með einskonar silf­urá­ferð með miklum karakter.

Lerki úr Hallormstaðarskóg
Lerki úr Hallormstaðarskóg

5.2.4Annað efnisval#5.2.4-annad-efnisval

Þó að íslenskt lerki sé það efni sem hér er helst mælt með er hverjum frjálst að nota aðrar viðar­teg­undir, jafnvel önnur efni, í stoð­irnar. Ólíkar aðstæður geta kallað á ólíkar þarfir þegar kemur að efnis­vali.

Sem dæmi gætu svæði sem eru rík af rekavið nýtt hann í stoðir eða merk­ingar. Að sama skapi má nota greni í stoðir þar sem bygg­ingar eða önnur mann­virki úr greni hafa verið reistar í nágrenninu.

Einnig eru aðstæður sem geta kallað á notkun málms í staðinn fyrir við. Dæmi um slíka staði eru þar sem mikið er um hross, þar sem þeir eiga til að nudda sér við viðar­staura og naga þá.