2

Útlit­sein­ingar

Útlit merk­inga­kerf­isins byggir á fjórum grunn­þáttum: litum, letri, mynd­merkjum og mynd­efni. Þessum einingum er síðan raðað saman í grind sem heldur öllu saman á sínum stað.

Hvert skilti sem smíðað verður úr Vegrúnu verður misjafnt, enda eru mögu­leik­arnir á uppsetn­ingu efnis óend­an­legir. Þarfir skilta­smiðsins eru misjafnar eftir land­svæðum, tilgangi skilta og tegundum.

Því var mikil­vægt að brjóta útlit skilt­anna upp í grunn útlit­sein­ingar, sem má skoða nánar í þessum kafla.

Aðeins er þörf á að nota það sem viðkom­andi skilti kallar á hverju sinni. Þetta getur verið svo lítið sem litur og letur — upp í blöndu af öllum einingum kerf­isins í helj­ar­innar skilta­borg.

Vegrún leggur ykkur til tólin með þessari verk­færa­k­istu, smíðin liggur hjá skilta­smiðnum.