Útlit merkingakerfisins byggir á fjórum grunnþáttum: litum, letri, myndmerkjum og myndefni. Þessum einingum er síðan raðað saman í grind sem heldur öllu saman á sínum stað.
Hvert skilti sem smíðað verður úr Vegrúnu verður misjafnt, enda eru möguleikarnir á uppsetningu efnis óendanlegir. Þarfir skiltasmiðsins eru misjafnar eftir landsvæðum, tilgangi skilta og tegundum.
Því var mikilvægt að brjóta útlit skiltanna upp í grunn útlitseiningar, sem má skoða nánar í þessum kafla.
Aðeins er þörf á að nota það sem viðkomandi skilti kallar á hverju sinni. Þetta getur verið svo lítið sem litur og letur — upp í blöndu af öllum einingum kerfisins í heljarinnar skiltaborg.
Vegrún leggur ykkur til tólin með þessari verkfærakistu, smíðin liggur hjá skiltasmiðnum.