3.5

Skáræsi

Skáræsi eru vatns­leið­arar úr grjóti. Þau eru oftast stað­sett í halla og eiga að hleypa yfir­borð­s­vatni af stígnum til að koma í veg fyrir að það grafi stíginn í sundur. Þau gegna einnig svipuðu hlut­verki og akker­is­steinar, styðja við malar­efni stígsins svo það renni ekki burt.

Best er að stað­setja skáræsi í beygjum og þar sem stíg­urinn byrjar að halla niður brekku. Mikil­vægt er að ná vatninu af stígnum áður en það kemst á of mikla ferð. Fjöldi skáræsa í brekku fer síðan eftir hversu brött brekkan er og hversu mikið vatn nær að safnast á stíginn.

 

Skáræsi - vatni veitt af stíg
Skáræsi - vatni veitt af stíg

Ræsið er lagt um 30–45° á stíginn. Stein­unum er raðað þannig að leið­arinn standi um 10–15 cm upp úr malar­yf­ir­borðinu. Mikil­vægt er að skorða steinana vel og leggja þá þétt saman þannig að vatnið renni ekki milli þeirra. Fyrir framan leið­arann er lögð önnur steinaröð með vatns­halla sem vatnið flæðir eftir út af stígnum.

Skáræsi
Skáræsi

Leið­arinn þarf að ná um 30 cm út fyrir stíginn svo vatnið renni ekki meðfram stígnum með tilheyr­andi rofi. Ef fallið er bratt eða ef viðkvæm gróð­ur­þekja er undir ræsinu þarf að setja niður stein sem vatnið brotnar á til þess að brjóta upp flæði vatnsins og dreifa úr því. Það kemur í veg fyrir að vatnið skelli með of miklu afli á gróðr­inum fyrir utan stíginn og myndi rof í brekk­unni.