3.3

Opin stein­ræsi

Þegar skurðir eru notaðir til þess að safna yfir­borð­s­vatni fyrir utan stíginn er líklegt að það þurfi að leiða vatnið í gegnum stíginn. Nokkrar mismun­andi gerðir ræsa má nota til þess.

Opin stein­ræsi leiða vatnið í gegnum stíginn og grípa einnig yfir­borð­s­vatn af stígnum.

Ræsin verða að vera á réttum stað svo vatnið renni ekki upp á stíginn. Oftast er best að velja lægsta punkt í lands­laginu fyrir ræsið og tengja það drenskurð­unum sem safna yfir­borð­s­vatni frá landinu umhverfis.

Opið á stein­ræsinu þarf að vera nógu breitt til þess að hægt sé að hreinsa það með skóflu og mikil­vægt er að það nái um 30 cm út fyrir stíginn til að koma í veg fyrir rof.

Mikil­vægt er að sökkva stein­unum í ræsinu djúpt til þess að þeir séu stöð­ugir og koma í veg fyrir að vatn nái að grafa undan þeim. Stein­arnir þurfa að liggja þétt saman og gera þarf ráð fyrir vatns­halla.

Opið steinræsi
Opið steinræsi
Steinar skulu halla til baka til að auka styrk og koma í veg fyrir stíflur
Steinar skulu halla til baka til að auka styrk og koma í veg fyrir stíflur
Gæta þarf að yfirborð ræsis sé í vatnshæð
Gæta þarf að yfirborð ræsis sé í vatnshæð
Rétt hæð á yfirborði steins
Rétt hæð á yfirborði steins