3.8

Stein­brýr

Ef stíg­urinn liggur að stórum læk gæti þurft að brúa hann. Margar leiðir eru til að brúa læ og meta þarf hverju sinni hvers­konar mann­virki fellur best að heild­ar­yf­ir­bragði fram­kvæmd­ar­innar og svæð­isins. Ef grjót er að finna í umhverfinu og unnið er með grjót í stígnum getur farið vel að byggja steinbrú. Að sama skapi gæti timb­urbrú fallið vel inn í lands­lagið ef tré eru nálægt.

Það er ekki einfalt verk að reisa stein­boga­brýr en séu þær rétt gerðar geta þær staðið áratugum saman án þess að þurfa viðhald. Boginn er eitt allra sterk­asta bygg­ing­ar­form sem þekkist. Stein­unum er raðað þannig saman að þeir mynda spennu sem heldur brúnni saman og gríð­arleg öfl þarf til að hreyfa þá úr stað.

Þegar búið er að ákvarða hent­ugan stað fyrir brúna er útbúið skap­alón úr timbri og krossvið sem myndar bogann sem verður á brúnni. Hlaðinn er sterkur grunnur á báðum bökk­unum. Út frá grunn­inum grjótinu raðað upp að skap­alóninu og gætt þess að raða því þétt saman og forðast beinar línur í hleðsl­unni.

Steinbogabrú
Steinbogabrú

Þegar búið er að leggja steinana upp að toppi skap­alónsins er skilið eftir pláss fyrir lykil­steinana efst. Þeim er að lokum slegið inn á milli en við það myndast spenna á alla steinana sem heldur brúnni uppi.  Gæta skal þess að stein­arnir séu þétt lagðir saman og að slegið sé smásteinum milli þeirra til að tryggja festu. Ekki má vera veikur hlekkur í keðj­unni því þá losnar um spennuna og hætt er við að brúin falli. Þegar hleðsl­unni er lokið er skap­alónið fjar­lægt.

Steinbrú - lykilsteinn fyrir miðju
Steinbrú - lykilsteinn fyrir miðju