3.4

Pollar á stíg

Þar sem pollar myndast á stíg eftir miklar rign­ingar gæti þurft að bæta við affalli til þess að hleypa vatninu af stígnum. Affallið er lagt inn í jaðar stígsins og fellur saman við kanta hans og ætti því ekki að vera áber­andi. Þetta er einfalt ræsi, gert af 3–4 steinum. Breidd þess þarf að vera þannig að auðvelt sé að hreinsa það með skóflu. Stein­arnir þurfa að vera nógu stórir og það vel skorð­aðir að þeir þoli ágang. Tveir steinar eru látnir standa hærra og toppur þeirra ber við torfið í kanti stígsins. Milli þessara tveggja steina er steinn sem leiðir vatnið af stígnum. Yfir­borð hans þarf að vera flatt og bera við yfir­borð stígsins, ef hann er of lágur getur malar­efni losnað úr stígnum og ef hann er of hár nær vatnið ekki að flæða frá stígnum.

Ef poll­urinn er lítill og ekki hætta á frekara rofi er hægt að stinga lítinn skurð í kant stígsins til þess að hleypa vatninu út.

Afall við poll
Afall við poll
Rétt hæð á yfirborði steins
Rétt hæð á yfirborði steins