3.1

Vatns­öfnun með land­mótun

Besta leiðin til að verja göngu­stíga fyrir vatns­rofi er að safna yfir­borð­s­vatni fyrir utan stígana í opið ræsi og leiða það að þeim ræsum sem lögð eru í stíginn. Einföld leið er að grafa rásir að dældum í lands­laginu sem hægja á rennsli vatnsins og safna því saman. Mikil­vægt er þó að haga þessum skurðum þannig að þeir falli vel í lands­lagið og séu lítið áber­andi. Það má gera með því að rista torfið af jörð­inni og halda því til haga á meðan jarð­vegi er mokað upp til þess að móta skurðinn.

Vatni safnað í ræsi með landmótun
Vatni safnað í ræsi með landmótun

Reynt er að hafa skurðinn eins nátt­úru­legan og kostur er og skal skurð­urinn fylgja legu landsins. Skurð­irnir mega ekki vera of beinir eða brattir þar sem það eykur hröðun vatnsins og þar af leið­andi rofmátt þess. Þegar búið er að grafa skurðina skal leggja torfið aftur yfir sárin. Stundum þarf fleiri en einn skurð til þess að safna yfir­borð­s­vatni úr brekku, en forðast skal að raska landinu meira en þörf er á.