Skiltin í Vegrúnu koma í fjölda stærða, til að svara ólíkri þörf þeirra sem hana nota. Mikilvægt er að velja rétta stærð á plötum fyrir efnið sem setja skal fram.
Skiltin innan Vegrúnar eru misflókin. Vegpresta og vegvitar skýra sig mikið til sjálfir og er framsetning á upplýsingum á þeim nokkuð augljós. Almenn skilti, hallandi og flöt, eru hinsvegar aðeins snúnari þar sem þau geta innihaldið mjög mikið af upplýsingum.
Þegar það kemur að því að setja upp flóknari skilti, ss. fræðslu- eða upplýsingaskilti, er mjög mikilvægt að skilgreina vel fyrirfram innihald skiltisins og velja síðan plötur á skiltin eftir þeim þörfum.
Þar sem letur og leturstærðir hafa verið skilgreind eftir fjarlægð lesandans er sem dæmi skýrt hversu mikill texti kemst fyrir á mismunandi stærðum skilta.
Meira efni (texti, myndir, kort) kallar á stærra skilti — ekki minna letur.
Hér í myndatöflunni að ofan má sjá allar stærðir af plötum sem eru í boði innan Vegrúnar. Það er því auðvelt að stækka upp í næstu plötu, meðan skiltið hefur pláss til, þegar efni eykst.