2.5

Stærðir

Skiltin í Vegrúnu koma í fjölda stærða, til að svara ólíkri þörf þeirra sem hana nota. Mikil­vægt er að velja rétta stærð á plötum fyrir efnið sem setja skal fram.

Stærðir á plötum
Stærðir á plötum

Skiltin innan Vegrúnar eru misflókin. Vegpresta og vegvitar skýra sig mikið til sjálfir og er fram­setning á upplýs­ingum á þeim nokkuð augljós. Almenn skilti, hallandi og flöt, eru hins­vegar aðeins snúnari þar sem þau geta inni­haldið mjög mikið af upplýs­ingum.

Þegar það kemur að því að setja upp flóknari skilti, ss. fræðslu- eða upplýs­inga­skilti, er mjög mikil­vægt að skil­greina vel fyrir­fram inni­hald skilt­isins og velja síðan plötur á skiltin eftir þeim þörfum.
Þar sem letur og letur­stærðir hafa verið skil­greind eftir fjar­lægð lesandans er sem dæmi skýrt hversu mikill texti kemst fyrir á mismun­andi stærðum skilta.

Athugið

Meira efni (texti, myndir, kort) kallar á stærra skilti — ekki minna letur.

Hér í mynda­töfl­unni að ofan má sjá allar stærðir af plötum sem eru í boði innan Vegrúnar. Það er því auðvelt að stækka upp í næstu plötu, meðan skiltið hefur pláss til, þegar efni eykst.