2.8

Loft­myndir

Loft­myndir af tilteknum svæðum geta verið frábær leið til að sýna gott yfirlit eða göngu­leiðir, þar sem nátt­úran er sýnd með á skemmti­legan hátt.

Venjan er að nota kort til að sýna yfirlit yfir tiltekið land­svæði. Þegar um minni svæði er að ræða geta kort hins­vegar stundum verið hálf „ber“ og inni­haldið takmarkað af upplýs­ingum sem eru hjálp­legar.

Þá er hægt að skoða loft­myndir sem grunn í staðinn og teikna ofan í þær, svipað og með kortin, upplýs­ingar sem stað­setja og veita fræðslu.

Loft­mynd­irnar sýna líka oft nýja og skemmti­lega sýn á umhverfið sem setur umhverfið sem við erum að horfa á í algjör­lega nýtt ljós.

Loftmynd frá Djúpalóni, með grafík
Loftmynd frá Djúpalóni, með grafík

Myndin að ofan er gerð fyrir stað­ar­skiltið við Djúpalón.


2.8.1Myndatökur eða kaup#2.8.1-myndatokur-eda-kaup

Hægt er að nálgast loft­myndir að þessu taki á tvenna megin máta. Með mynda­töku úr dróna eða með því að kaupa loft­myndina tilbúna.