Loftmyndir af tilteknum svæðum geta verið frábær leið til að sýna gott yfirlit eða gönguleiðir, þar sem náttúran er sýnd með á skemmtilegan hátt.
Venjan er að nota kort til að sýna yfirlit yfir tiltekið landsvæði. Þegar um minni svæði er að ræða geta kort hinsvegar stundum verið hálf „ber“ og innihaldið takmarkað af upplýsingum sem eru hjálplegar.
Þá er hægt að skoða loftmyndir sem grunn í staðinn og teikna ofan í þær, svipað og með kortin, upplýsingar sem staðsetja og veita fræðslu.
Loftmyndirnar sýna líka oft nýja og skemmtilega sýn á umhverfið sem setur umhverfið sem við erum að horfa á í algjörlega nýtt ljós.
Myndin að ofan er gerð fyrir staðarskiltið við Djúpalón.
Hægt er að nálgast loftmyndir að þessu taki á tvenna megin máta. Með myndatöku úr dróna eða með því að kaupa loftmyndina tilbúna.