2.2

Mynd­merki

Mynd­merki (e. pictograms) eru einn mikil­væg­asti þáttur allra merk­inga­kerfa til að auka læsi­leika þvert á tungumál.

Vegrún notar fjölda mynd­merkja til að koma upplýs­ingum af ýmsum toga á fram­færi. Mynd­merkin eru allt frá hefð­bundnum salern­is­merk­ingum yfir í merki sem benda gestum á að gera ekki þarfir sínar úti í nátt­úr­unni.

Mynd­merkin eru teiknuð með það í huga að þau falli vel að letrinu Stika Sans og séu læsileg í öllum stærðum. Merkin byggja á þekktum og reyndum alþjóð­legum grunni. En þau eru aðlöguð aðstæðum og þörfum ferða­mennsku á Íslandi og hafa á sér einkenn­andi blæ.

Sækja má öll mynd­merkin saman í einum pakka, hér neðst á síðunni, eða stakt merki fyrir sig. Hvert merki kemur í lita­sam­setn­ingum fyrir alla lita­mögu­leika Vegrúnar, í bitmap (PNG) og vektor (PDF) útgáfum.


2.2.1Þjónustumerki#2.2.1-thjonustumerki

Þjón­ustu­merki vísa til tiltek­innar þjón­ustu sem gestur svæð­isins getur fundið og nýtt sér.

T001Snyrting kk
T001 — Snyrting kk
T002Snyrting kvk
T002 — Snyrting kvk
T003Snyrting blandað
T003 — Snyrting blandað
T004Skiptiaðstaða
T004 — Skiptiaðstaða
T005Snyrting hreyfihamlaðir
T005 — Snyrting hreyfihamlaðir
T007Gisting uppábúið
T007 — Gisting uppábúið
T008Gisting svefnpokapláss
T008 — Gisting svefnpokapláss
T009Áningarstaður
T009 — Áningarstaður
T012Upplýsingar
T012 — Upplýsingar
T013Upplýsingar innanhúss
T013 — Upplýsingar innanhúss
T014Áhugaverður staður
T014 — Áhugaverður staður
T016Almenningssími
T016 — Almenningssími
T017Vatnssalerni
T017 — Vatnssalerni
T018Þurrsalerni kamar
T018 — Þurrsalerni kamar
T020Heimilisveitingar
T020 — Heimilisveitingar
T022Þvottavél
T022 — Þvottavél
T024Þvottasnúra
T024 — Þvottasnúra
T026Ruslatunna endurvinnsla
T026 — Ruslatunna endurvinnsla
T027Endurvinnsla
T027 — Endurvinnsla
T028Hleðslustöð
T028 — Hleðslustöð
T029Bensínstöð
T029 — Bensínstöð
T033Tjaldsvæði
T033 — Tjaldsvæði
T035Losunarstaður fyrir skolptanka
T035 — Losunarstaður fyrir skolptanka
T037Drykkjarhæft vatn
T037 — Drykkjarhæft vatn
T038Bílastæði
T038 — Bílastæði
T039Bílastæði hreyfihamlaðir
T039 — Bílastæði hreyfihamlaðir
T040Bílastæði langferðabílar
T040 — Bílastæði langferðabílar
T041Slysahjálp
T041 — Slysahjálp
T042Neyðarskýli
T042 — Neyðarskýli

2.2.2Leiðbeiningarmerki#2.2.2-leidbeiningarmerki

Leið­bein­andi mynd­merki benda á hvernig má og á að nýta umhverfið í kring. Leið­beina gestum svæð­isins.

L001Gönguleið
L001 — Gönguleið
L002Gönguleið afmörkuð
L002 — Gönguleið afmörkuð
L004Gönguleið fjölskylda
L004 — Gönguleið fjölskylda
L007Gönguleið aðgengileg hreyfihömluðum
L007 — Gönguleið aðgengileg hreyfihömluðum
L008Gönguleið hringleið
L008 — Gönguleið hringleið
L011Reiðstígur
L011 — Reiðstígur
L013Hundur í ól
L013 — Hundur í ól
L016Langferðarbíll
L016 — Langferðarbíll
L028Ljósmyndir
L028 — Ljósmyndir
L031Viðkvæm náttúra
L031 — Viðkvæm náttúra
L032Kasta peningum
L032 — Kasta peningum
L033Ör niður hægri
L033 — Ör niður hægri
L035Ör niður-vinstri
L035 — Ör niður-vinstri
L036Ör vinstri
L036 — Ör vinstri
L037Ör upp-vinstri
L037 — Ör upp-vinstri
l042-m-minjagripir
l042-m-minjagripir
L044Sokkið skip
L044 — Sokkið skip

2.2.3Hættu og aðvaranir#2.2.3-haettu-og-advaranir

Hættur og aðvar­anir vara okkur við vara­sömum aðstæðum í nátt­úr­unni, auk þess að benda á möguleg hjálp­ar­tæki í slíkum aðstæðum.

Þessi merki eru fram­sett í litnum Kvika, til að skera sig úr umhverfinu. Setja má þau í enn meira áber­andi fram­setn­ingu með því að láta þau sitja á Brenni­steins-gulum grunni. Sjá nánar í kafl­anum Örygg­is­merk­ingar.

H001Skyndileg dýpkun
H001 — Skyndileg dýpkun
H002hætta á bruna
H002 — hætta á bruna
H003Hætta á grjóthruni
H003 — Hætta á grjóthruni
H004Hætta á hrapi
H004 — Hætta á hrapi
H005Varasamt vatnsfall
H005 — Varasamt vatnsfall
H006Háar öldur
H006 — Háar öldur
H007Hætta á sterkum vindum
H007 — Hætta á sterkum vindum
H008Hættulegir straumar
H008 — Hættulegir straumar
H009Viðkvæm brún
H009 — Viðkvæm brún
H011Björgunarhringur
H011 — Björgunarhringur
H012Viðkvæmt undirlag
H012 — Viðkvæmt undirlag
H017Skyndileg hækkun
H017 — Skyndileg hækkun
H018Hættulegar sprungur
H018 — Hættulegar sprungur
H019Slökkvitæki
H019 — Slökkvitæki

2.2.4Bannmerki#2.2.4-bannmerki

Allar þjón­ustur og leið­bein­ingar geta verið með bann­merki yfir, sem snýr við mein­ingu merk­isins. Tjald án bann­merkis merkir tjald­væði — með bann­merki að bannað sé að tjalda.

Hér má sækja helstu mynd­merki sem eru líkleg til að þurfa bann­merki, auk nokk­urra sem aðeins eru til í bann­merkja­út­gáfu — eins og B021: Bannað að kúka.

B001Bannað að ganga
B001 — Bannað að ganga
B002Bannað að reykja
B002 — Bannað að reykja
B003Bannað að tjalda
B003 — Bannað að tjalda
B004Tjaldvagnar ekki leyfðir
B004 — Tjaldvagnar ekki leyfðir
B005Húsbílar ekki leyfðir
B005 — Húsbílar ekki leyfðir
B006Bifreiðaakstur bannaður
B006 — Bifreiðaakstur bannaður
B007Hjólreiðar bannaðar
B007 — Hjólreiðar bannaðar
B008Vélhjólaakstur bannaður
B008 — Vélhjólaakstur bannaður
B009Rútuumferð bönnuð
B009 — Rútuumferð bönnuð
B010Vélsleðaakstur bannaður
B010 — Vélsleðaakstur bannaður
B011Siglingar bannaðar
B011 — Siglingar bannaðar
B012Vaðið ekki hér
B012 — Vaðið ekki hér
B013Sund ekki leyft
B013 — Sund ekki leyft
B014Hestaumferð ekki leyfð
B014 — Hestaumferð ekki leyfð
B015Hundar ekki leyfðir
B015 — Hundar ekki leyfðir
B016Bál ekki leyfð
B016 — Bál ekki leyfð
B017Veiði ekki leyfð
B017 — Veiði ekki leyfð
B018Vatn ekki drykkjarhæft
B018 — Vatn ekki drykkjarhæft
B019Bannað að kasta pening
B019 — Bannað að kasta pening
B020Bannað að hlaða vörðu
B020 — Bannað að hlaða vörðu
B021Bannað að kúka
B021 — Bannað að kúka
B022Myndataka ekki leyfð
B022 — Myndataka ekki leyfð
B023Steinataka bönnuð
B023 — Steinataka bönnuð
B024Hundar ekki leyfðir
B024 — Hundar ekki leyfðir
B025Hestar ekki leyfðir
B025 — Hestar ekki leyfðir
B026Drónar ekki leyfðir
B026 — Drónar ekki leyfðir
B027Jeppar ekki leyfðir
B027 — Jeppar ekki leyfðir
B028Grill ekki leyfð
B028 — Grill ekki leyfð

2.2.5Erfiðleikastig#2.2.5-erfidleikastig

Merking á erfið­leika­stigi göngu­leiðar er góð og mikilvæg leið til þess að miðla upplýs­ingum til gang­andi vegfar­anda. Það getur bæði bein­línis verið hættu­legt fyrir lítt vant göngu­fólk að ganga leiðir sem þarfnast tækni­legrar kunn­áttu sem og mikil líkam­legs þróttar og það getur einnig haft mikil og neikvæð áhrif á upplifun göngu­fólks á náttúru landsins. Það er því mikil­vægt að vel sé gert þegar erfið­leika­stig á göngu­leiðum er ákvarðað.

Á liðnum miss­erum hefur verið unnið að skil­grein­ingu á erfið­leika­stigum göngu­leiða hér á landi, en með auknum fjölda ferða­manna, innlendum sem og erlendum, hefur fjölgað mjög í röðum þeirra sem njóta landsins með útivist. Í merk­inga­handbók frá árinu 2011, var stuðst við þrjú erfið­leika­stig fyrir þá aðila sem ekki þurftu sérstaka aðstoð eins og hjóla­stól eða göngustaf. Víða erlendis hefur erfið­leika­stigum verið að fjölga til að tryggja megi nákvæmari skil­grein­ingu á göngu­leiðum og þar af leið­andi betri og jákvæðari upplifun á göngu­leiðum fyrir ferða­menn.

Því miður er þessari vinnu ekki lokið. Sumarið 2021 mun vinnu­hópur um erfið­leika­stig taka út mjög þekktar og lítt þekktar göngu­leiðir út frá fyrir­fram skil­greindum kvörðum. Verður sú vinna m.a. nýtt til að rýna frekar göngu­leiðir og erfið­leika­stig þeirra. Stefnt er að því að niður­staða vinn­unnar verði gerð skil ekki seinna en í lok sept­ember 2021 og verður hún í kjöl­farið aðgengileg á þessari síðu.


2.2.6Litasamsetningar#2.2.6-litasamsetningar

Mikil­vægt er að nota réttar samsetn­ingar á litum á mynd­merkjum, eftir hvaða grunn­litur er notaður í viðkom­andi skilti. Sjá nánar í kafla um grunn­liti.

Hvert merki hefur þegar verið útbúið í öllum útfærslum og heita skjölin eftir lita­út­gáfum.

Hættu- og aðvar­ana­mynd­merki eru ávallt notuð í kvikulit (rauðum) óháð bakgrunni.

Athugið

Passið að nota rétta lita­út­gáfu af þeim mynd­merkjum sem þú setur á skiltin.

Litur á skiltiHeiti á skjaliLýsing á litum
Grágrýti (dökkblár)/gragrytiLjós grunnur með grágrýtislituðu merki
Móberg (dökkbrúnn)/mobergLjós grunnur með móbergslituðu merki
Mosi (dökkgrænn)/mosiLjós grunnur með mosalituðu merki
Ull (ljós)/ullDökkbrúnn grunnur með ullar(ljós)lituðu merki
Litanotkun á myndmerkjum eftir skiltum
Litanotkun á myndmerkjum eftir skiltum

2.2.7Sækja myndmerki#2.2.7-saekja-myndmerki

Hægt er að sækja stök mynd­merki með því að smella á viðkom­andi merki hér að ofan, en einnig má sækja öll mynd­merkin í einu .zip skjali hér að neðan.