Góð grind er uppistaða vel uppsettra skilta.
Hægt er að sækja framleiðsluskjöl fyrir allar uppgefnar stærðir af plötum fyrir Vegrúnu hér á vefnum í kaflanum um framleiðslu.
Skjölin eru uppsett með skýringarlínum (e. guides) sem sýna bæði staðsetningu á skrúfum, beygjum í plötum og grind sem er hugsuð.
Ekki verður farið djúpt í kennslu og notkun á grind sem hönnunarkerfi hér, heldur aðeins bent á að grind eins og þessi sem er sett í framleiðsluskjölun eru hugsuð sem grunnlínur til að aðstoða við staðsetningu efnis.
Nota má dálkana þvert yfir skiltin til að skipta upp efni eftir tungumálum, staðsetja myndir og annað efni.
Oft getur verið þörf á að bæta við þéttari grind, eða „svindla“ á kerfinu til að láta tilheyrandi efni passa sem best. Við hvetjum alla notendur til að notfæra sér faglærða grafíska hönnuði í uppsetningar á flóknari skiltum.