2.7

Kort

Gott kort getur verið einn áhuga­verð­asti og mikil­væg­asti hluti skiltis og því ber að vanda vel fram­setn­inguna á þeim.

Korta­þörf og -fram­setning getur verið mjög misjöfn eftir skiltum. Einnig er þekkt að korta­gerð getur verið vanda­samt og langt ferli, enda mikil vinna og þekking sem liggur að baki á góðu korti.

Vegrún mun leitast við að aðstoða korta­vinnslu, með því að bjóða upp á staf­ræna lausn sem felst í að hægt verður að sækja grunn að korti hér í glugg­anum að ofan, sem nýtist sem grunn-upplýs­ingar og byrjun á góðu korti.

Þetta er þó aðeins grunn­urinn, því leggja þarf síðan ofan á hana upplýs­ing­arnar um það sem kortið á að inni­halda.

Athugið

Verið er að vinna í korta­ein­ingu Vegrúnar og ekki búið að kveikja á mögu­leikum sem verða í boði, ss. að sækja korta­grunn úr glugg­anum hér að ofan til að nýta sem bakgrunn í korta­gerð.

Þó er hægt að fá sendan korta­grunn úr Mapbox kerfi Vegrúnar með því að senda póst á vegrun@godar­leidir.is.

Hér að neðan eru dæmi um hráa korta­grunna sem hafa verið keyrðir úr úr Vegrúnu.

Eftir að grunn­urinn er fenginn má vinna ofan í hann það efni sem er viðeig­andi fyrir hvert kort. Hér að neðan má sjá dæmi hvernig grunn­kort úr Mapbox hefur verið unnið áfram yfir í göngu­leiða­kort fyrir Þjóð­garðinn Snæfells­jökul.

Kort sem nýtir Mapbox kortagrunn
Kort sem nýtir Mapbox kortagrunn

Athugið

Skv. skil­málum Mapbox er skil­yrði að merkja prent sem nýta Mapbox grunninn með: © Mapbox, © Open­StreetMap