1.9

Viðhald

Öll mann­virki þarfnast viðhalds. Gott viðhald léttir álagi á göngu­stígnum, ver hann gegn vatns­rofi og sliti vegna ágangs. Reglu­legt viðhald stað­ar­haldara er mikil­vægt svo göngu­stíg­urinn geti staðið af sér aftaka­veður. Þannig verður komist hjá að vatn grafi stíginn í sundur.

Ef ræsi stíflast er hætt við að þau nái ekki að leiða vatn frá stígnum. Ef séð er til þess að reglu­lega sé hreinsað frá ræsum og fylgst með polla­myndun á stígnum má koma í veg fyrir meiri­háttar tjón.

Það er líka mikil­vægt að líta eftir hvort steinar hafi losnað því þá þarf að festa þá. Einnig þarf að fylgjast með ef malar­efni hefur skolast til úr stígnum. Þá þarf að ganga frá því á ný og þjappa. Hafa þarf auga með hvort rof hafi orðið á stígnum eða við hann og græða þá sárin og uppræta villu­stíga.

Ef göngu­stíg­urinn hefur orðið fyrir skemmdum sökum rofs eða af öðrum ástæðum er mikil­vægt að bregðast við með viðgerðum sem fyrst til að koma í veg fyrir frekara tjón.