1.6

Umhverf­isáhrif

Jarð­vegsrof
Jarð­vegsrof verður þegar gróð­ur­þekjan opnast. Við það verður jarð­veg­urinn berskjald­aður fyrir nátt­úru­öfl­unum, þar sem vindur og vatn komast að honum óhindrað. Þá er hætt við að jarð­vegs­skemmdir verði sökum vinds- og vatns­rofs.

Vatnsrof
Eitt af höfuð­at­rið­unum við göngu­stíga­gerð er að stjórna rennsli vatns og verja stíginn og umhverfið fyrir vatns­rofi. Samspil frosts og þíðu annars vegar og viðkvæmur jarð­vegur hins vegar geta auðveld­lega orðið til þess að yfir­borð­s­vatn grefur sig niður í göngu­stíga og eyði­legggur þá.

Mikil­vægt er að átta sig á hegðun vatns á verkstað áður en tekið er til við hönnun og fram­kvæmdir. Hagstæðast er að koma í veg fyrir vatnsrof á hönn­unar- og fram­kvæmd­arstigi þar sem kostn­aður við lagfær­ingar getur verið mikill.

Eyðingarmáttur vatns
Eyðingarmáttur vatns

Eftir­far­andi þarf að huga að þegar kemur að vatns­rofi:

Rennsli vatnsMagn vatns og hraði þess ráða mestu um rofmáttinn. Til að meta aðstæður er best að miða við rúmmetra á sekúndu. Rúmmetrafjöldi á sekúndu er reiknaður með því að margfalda stærð flatarins sem vatnið rennur yfir með hraða vatnsins: m³/s = m²*m/s.
RofmátturTvöfaldast við hverja tvöföldun á rennsli. Mikil rigning og leysingar geta skapað aðstæður þar sem vatnsmagn eykst hratt á stuttum tíma sem getur valdið miklum skemmdum. Mikilvægt er að göngustígurinn sé þannig gerður að hann þoli slíkt álag.

Vatns­rennsli ræðst af:

HallaÞví meiri halli sem er á landinu því meiri hröðun er á vatninu. Ef göngustígur er lagður beint upp mikinn halla er líklegt að hann verði að vatnsfarvegi.
VatnsmagniÞví meira yfirborðsvatn sem kemst inn á stíginn því meiri hröðun nær vatnið. Mikilvægt er að ákvarða legu stígsins þannig að yfirborðsvatn frá landinu umhverfis komist ekki inn á hann.
Lengd rennslisHefur áhrif á hraða vatnsins. Því meiri vegalengd sem vatnið rennur óhindrað, því meiri er hröðun þess og þar af leiðandi eykst rofmátturinn. Hönnun göngustígs miðar að því að yfirborðsvatn nái ekki þessari hröðun á stígnum, heldur skal reyna að leiða það út af honum eins fljótt og hægt er.
YfirborðiÞolir yfirborðsefnið mikið vatnsrennsli? Ef vatn rennur óhindrað eftir malarstíg er líklegt að farvegur myndist og það eykur enn á hröðun vatnsins og þar með rofmáttinn.
UndirlagiHversu lekt undirlagið og berggrunnurinn er hefur mikið að segja um söfnun yfirborðsvatns á stígnum.
FrostverkunHve mikið vatn getur bundist í stígnum og áhrif frosts og þíðu. Myndun holklaka og ísnála geta haft mikil áhrif á vatnsrof.

Samverk­andi áhrif alls þessa geta valdið miklu tjóni. Verstu skemmd­irnar verða í vondum veðrum, úrhell­is­rign­ingu eða leys­ingum. Mikil­vægt er að reyna að átta sig á því hvaða skemmdum úrhelli og aftaka­leys­ingar geta valdið á verkstað áður en fram­kvæmdir hefjast svo hægt sé að haga gerð stígsins þannig að dregið sé sem mest úr rofmætti vatnsins. (heim­ildir: Andrés Arnalds)

Hliðrun á stíg
Aukin umferð á göngu­stígum eykur hættuna á rofi. Það á sérstak­lega við um slóða og göngu­stíga sem eru ekki nógu vel lagðir. Þegar rofið nær í gegnum yfir­borðslag göngu­stígsins og niður í jarð­veginn er viðbúið að göngu­fólk færi sig til hliðar við göngu­leiðina og við það myndast nýr slóði og hugs­an­lega nýtt rofsár. Við það breikkar stíg­urinn og rofs­árið stækkar. Þetta getur endur­tekið sig aftur og aftur þar til brugðist er við með því að laga stíginn og græða upp rofsár.

Útbreyðsla rofs
Útbreyðsla rofs

Ágangur sjávar
Með hækk­andi sjáv­ar­stöðu eiga sífellt fleiri mann­virki sem standa nálægt sjó á hættu að hverfa. Strand­stíga þarf að skipu­leggja með það í huga. Reyna skal að ákvarða legu stíga þannig að þeir verði öruggir um langan aldur.