1.2

Grunn­atriði göngu­stíga­gerðar

Við skipulag og gerð nátt­úru­stíga eru nokkur atriði sem gott er að hafa að leið­ar­ljósi.

Nátt­úru­vernd
Skipulag göngu­leiða er nátt­úru­verndarað­gerð.

Göngu­stígar eru í raun nátt­úru­verndarað­gerð. Á fjöl­sóttum ferða­manna­stöðum, þar sem jarð­vegur og gróður er viðkvæmur fyrir raski, þarf að leggja göngu­stíga til þess að hindra frekara rof og skerð­ingu á vist­kerfi. Góður göngu­stígur hlífir gróð­ur­þekj­unni fyrir rofi. Hann getur einnig dregið úr sjón­rænum áhrifum rofsins og aukið þar með ánægju gesta af heim­sókn­inni.

Skipulag
Grein­ingar áður en af stað er farið

Áður en fram­kvæmdir hefjast er nauð­syn­legt að hafa lokið grein­ing­ar­vinnu til þess að átta sig á aðstæðum á svæðinu, eins og:

  • Forsendum verkefnisins
  • Landhalla
  • Jarðvegi
  • Vatnafari
  • Legu lands
  • Veðurfari
  • Landslagseindum

Mikil­vægt er að huga að því hvernig fram­kvæmdir falla að heild­ar­skipu­lagi svæð­isins og forðast skal „bútasaum“.

Gott samstarf við hags­muna­aðila
Mikil­vægt er að hafa alla sem hags­muna eiga að gæta með í ráðum og að þeir helstu í þeim hópi hafi sitt að segja um skipulag og undir­búning fram­kvæmda. Best er að skipulag svæð­isins sé unnið í sátt við hlut­að­eig­andi og að sjón­armið þeirra varð­andi nýtingu svæð­isins komi fram.

Aðgerðum fylgja afleið­ingar
Þegar búið er að gera stað aðgengi­legan með göngu­stíg er líklegt að ferðir þangað aukist. Þess vegna þarf að huga að því hvaða afleið­ingar það hefur. Er svæðið þangað sem nýr og bættur göngu­stígur liggur tilbúið til að taka við aukinni umferð? Er ef til vill verið að skapa nýtt vandamál með nýjum stíg? Mikil­vægt er að hafa heild­ar­y­f­irsýn yfir verk­efnið til langs tíma litið og að fram­kvæmdir taki mið af heild­ar­skipu­lagi svæð­isins.

Falla að lands­lagi — Hönnun
Allar fram­kvæmdir í nátt­úr­unni þurfa að falla eins vel að lands­lagi og kostur er. Göngu­stíga þarf að leggja út frá lands­laginu af mikilli kost­gæfni og það krefst þess að fram­kvæmda­aðili og hönn­uður kunni að lesa í landið. Meta þarf legu stígsins út frá eftir­far­andi forsendum: nátt­úru­vernd, öryggi göngu­fólks og upplifun þess af göngu­leið­inni. Ef göngu­stígur er ekki rétt lagður út frá lands­lagi rýrir það ánægjuna sem hafa má af staðnum og eykur hættuna á rofi sem mun auka viðhaldskostnað göngu­stígsins.

Náttúrustígur í N-Írlandi
Náttúrustígur í N-Írlandi

Mikil­vægt er að lesa landið til að finna hvar stíg­urinn nýtur sín best og kemur að bestu gagni. Notast skal við mjúkar línur sem falla í hæðar­línur svæð­isins og nauð­syn­legt er að forðast eins­leitni, beinar línur, ónátt­úrleg form og endur­tekn­ingar. Leitast skal eftir því að leggja stíginn á eins þurru undir­lendi og kostur er og forðast mikla bleytu. Einnig auðveldar það fram­kvæmdina ef komist er hjá því að leggja stíginn í óþarf­lega miklum halla.

Ending­ar­góðir stígar eru:

  • Lagðir í landið
  • Þeir liggja ekki of lágt í landinu
  • Ekki með of grófu yfirborðslagi sem óþægilegt er að ganga á
  • Með nógu þykkt yfirborðslag
  • Þar sem hugað er að ofanvatnslausnum
  • Þar sem unnið er í köntum og aðliggjandi landslagi
  • Þar sem rof er grætt upp
  • Þar sem viðhald er gott

Alltaf skal meta hversu mikið inngrip er nauð­syn­legt hverju sinni með tilliti til nátt­úrufars, fjölda gesta og þolmarka stað­arins. Mikil­vægt er að ganga frá köntum stígsins þannig að efnið í honum haldist á stígnum og að fram­kvæmdin falli sem best að landinu í kring.

Stað­bundinn efni­viður og hefð­bundið hand­verk
Það er grund­vall­ar­at­riði við gerð nátt­úru­stíga að efnisval samræmist umhverfinu eins vel og kostur er. Ef stígur er lagður í hrauni er æski­legt að notast við sams­konar grjót og er á staðnum til að tryggja samræmi umhverfis og mann­gerðs lands­lags. Þannig verður upplifun þeirra sem fara um stígana af nátt­úr­unni ánægju­legri og athygli þeirra beinist fremur að lands­laginu en fram­kvæmd­inni.

Eyðing­ar­máttur vatns
Mikil­vægt er að átta sig á nátt­úru­öfl­unum og ganga úr skugga um að fram­kvæmdin geti staðið af sér vatnsrof. Ræsi og vatns­rásir skipta miklu við stíga­gerð þar sem þau sjá til þess að vatn renni ekki á stíginn og ræsa burt yfir­borð­s­vatn. Ef að ræsi eru ekki til staðar eða virka ekki eins og ætla mætti rennur vatnið óhindrað eftir stígnum og rífur yfir­borðslagið. Nýlagður stígur getur þannig eyðilagst á auga­bragði.

Ekkert fellur til
Við stíga­gerð er mikil­vægt að halda öllu efni til haga og nýta það í fram­kvæmdina. Uppgröftur nýtist í uppbygg­ingu kanta og land­mótun og allt efni af staðnum, eins og torf, grjót, möl og jarðveg, skal nýta. Það sparar mikið að þurfa ekki að flytja allt umfram­efni í burtu, auk þess sem fram­kvæmdin fær nátt­úr­legt yfir­bragð þegar notað er efni úr nánasta umhverfi stígsins.

Viðgerðir á land­skemmdum
Á fjöl­förnum ferða­manna­stöðum þar sem innviða er ábóta­vant er ástand jarð­vegs og gróð­ur­fars oft og tíðum lélegt og margir villu­stígar orðið til. Við það verður mikið rof og oft er stór hluti fram­kvæmd­anna uppgræðsla og land­mótun. Mikil­vægt er að græða upp rofið land og skapa stað­ar­gróðri kjör­að­stæður til að taka við sér á ný.

Stöðugt viðhald
Göngu­stígum þarf að halda við. Ef viðhaldi er ekki sinnt er hætt við að stíg­urinn skemmist. Smávægi­legt reglu­bundið viðhald stað­ar­haldara, eins og að hreinsa úr ræsum og fylgjast með hvort yfir­borðs­rennsli sé farið að bera burt efnið úr stíngum, getur sparað mikla vinnu og mikið fé.