1.1

Grein­ingar

Áður en fram­kvæmdir hefjast þarf að fara fram ástandsmat á svæðinu, bæði á verkstað og umhverfi stígsins. Mikil­vægt er meta svæðið í heild sinni og sjá hvernig fyrir­hug­aðar fram­kvæmdir falla inn í heild­ar­skipulag svæð­isins.

Þegar ástandsmat fer fram skal:

  • Meta aðstæður á svæðinu, ástand núverandi gönguleiðar og hvaða úrbóta er þörf.
  • Forgangsraða verkefnum og áfangaskipta ef þörf er á.
  • Kortleggja, leggja til úrbætur og grófhanna.
  • Meta kostnað framkvæmda

Til eru ýmsar leiðir til þess að meta ástand göngu­stíga, eins og til dæmis ástands­skýrsla sem notuð er til þess að meta núver­andi ástand stíg­anna og benda á það sem þarfnast úrbóta. Einnig er mögu­legt að vinna ítar­legri grein­ingu á aðstæðum og þeim vanda­málum sem við blasa og tilgreina þá þær úrbætur sem þarf að ráðast í.

Við ástandsmat á göngu­stígum er best að meta aðstæður í mikilli rign­ingu því þá er hægt að lesa í hegðun vatnsins á svæðinu og ákveða mögu­legar úrbætur út frá henni. Mikil­vægt er að skoða ekki aðeins svæðið þar sem göngu­stíg­urinn á að liggja, heldur líka umhverfið í kring til að fá heild­ar­mynd af vatna­sviðinu. Mögu­legt er að núver­andi lega göngu­stígsins sé ekki endi­lega sú rétta og þess vegna þarf að skoða allt svæðið vel með tilliti til þess að velju bestu stað­setn­inguna.