Áður en framkvæmdir hefjast þarf að fara fram ástandsmat á svæðinu, bæði á verkstað og umhverfi stígsins. Mikilvægt er meta svæðið í heild sinni og sjá hvernig fyrirhugaðar framkvæmdir falla inn í heildarskipulag svæðisins.
Þegar ástandsmat fer fram skal:
Til eru ýmsar leiðir til þess að meta ástand göngustíga, eins og til dæmis ástandsskýrsla sem notuð er til þess að meta núverandi ástand stíganna og benda á það sem þarfnast úrbóta. Einnig er mögulegt að vinna ítarlegri greiningu á aðstæðum og þeim vandamálum sem við blasa og tilgreina þá þær úrbætur sem þarf að ráðast í.
Við ástandsmat á göngustígum er best að meta aðstæður í mikilli rigningu því þá er hægt að lesa í hegðun vatnsins á svæðinu og ákveða mögulegar úrbætur út frá henni. Mikilvægt er að skoða ekki aðeins svæðið þar sem göngustígurinn á að liggja, heldur líka umhverfið í kring til að fá heildarmynd af vatnasviðinu. Mögulegt er að núverandi lega göngustígsins sé ekki endilega sú rétta og þess vegna þarf að skoða allt svæðið vel með tilliti til þess að velju bestu staðsetninguna.