1.5

Skipulag

Áður en hafist er handa við að leggja nýjar göngu­leiðir eða bæta eldri stíga er vert að staldra við og athuga hvernig fyrir­hug­aðar fram­kvæmdir falla að heild­ar­skipu­lagi svæð­isins.

Oft er ætlunin að halda við illa förnum göngu­stíg. Þá má spyrja hvort hann liggi ef til vill á röngum stað eða hvort þörf sé á honum yfir­leitt.

Fyrsta skrefið er að horfa á heild­ar­mynd svæð­isins og marka stefnu um hvernig eigi að skipu­leggja það til langs tíma litið.

Það er margt sem þarf að hafa í huga við skipu­lags­gerð á ferða­manna­stöðum. Þar má nefna forsendu­grein­ingu, hversu margir sækja svæðið daglega, veðurfar, ástand jarð­vegs, þolmörk svæðis, hversu mikið inngrip er æski­legt og hvernig göngu­leiðir eiga að liggja um svæðið. Marka þarf heild­ar­stefnu um hönnun svæð­isins og æski­legt er að samræmi sé í efnis­vali og á yfir­bragði þess sem gert er.

Á þeim ferða­manna­stöðum sem bera þarf mikin fjölda gesta verða innviðir að þola mikinn ágang og vera sterkir og ending­ar­góðir. Hins­vegar ætti alltaf að leitast eftir því að jafnvel stór mann­virki falli vel að umhverfi sínu og virki ekki eins og aðskota­hlutur í landinu.