Vegvitinn er nokkurskonar upplýsingasúla sem sker sig snyrtilega úr í náttúruunni og lætur vita af sér. Hann kemur í tveimur hæðum og getur innihaldið gífurlegt magn upplýsinga, þrátt fyrir nokkuð takmarkaðað flatarmál.
Ef við hugsum um veprestana sem skilti sem vísa okkur á tiltekinn stað, þá mætti tala um vegvitana sem skiltin sem taka á móti okkur og segja okkur að við séum komin á þann stað.
Vegvitarnir einfaldar merkingar, sem er hægt að setja upplýsingar á, til að marka t.d. upphaf á gönguleið eða annan stað í náttúrunni sem kallar ekki á stórt almennt skilti.
Vegvitinn byggir á sömu einingum og önnur helstu skiltin. Skór neðst, viðarstoð og efst situr hatturinn. Á milli þeirra eru settar plötur með upplýsingum um staðinn sem við á. Einnig má bæta við minni upplýsingum neðst á stærri skiltin til að gefa nánari upplýsingar um t.d. gönguleiðir og myndmerki.
Vegvitinn kemur í tveimur stærðum … stór og lítill. Sá stærri er í sömu hæð og hæstu almennu skiltin, en sá minni í svipaðri hæð og hallandi almennt skilti.
Á vegvitana má setja upplýsingar á spjöld sem koma í tveimur stærðum. Hægt er að setja þessi spjöld á allar hliðar vegvitans, eins og þörf er á.
Einnig er mögulegt að nýta hattinn fyrir upplýsingar. Þetta er sérstaklega hentugt á minni vegvitanum, þar sem hatturinn er þar í þægilegri lestrarhæð.
Stærð | |
---|---|
Stærri plata | 10 x 124 cm |
Minni plata | 10 x 12 cm |