3.5

Vegvitar

Vegvitinn er nokk­urs­konar upplýs­ingasúla sem sker sig snyrti­lega úr í nátt­úru­unni og lætur vita af sér. Hann kemur í tveimur hæðum og getur inni­haldið gífur­legt magn upplýs­inga, þrátt fyrir nokkuð takmarkaðað flat­armál.

Vegvísir
Vegvísir

Ef við hugsum um veprestana sem skilti sem vísa okkur á tiltekinn stað, þá mætti tala um vegvitana sem skiltin sem taka á móti okkur og segja okkur að við séum komin á þann stað.

Vegvit­arnir einfaldar merk­ingar, sem er hægt að setja upplýs­ingar á, til að marka t.d. upphaf á göngu­leið eða annan stað í nátt­úr­unni sem kallar ekki á stórt almennt skilti.


3.5.1Uppbygging#3.5.1-uppbygging

Uppbygging vegvita
Uppbygging vegvita

Vegvitinn byggir á sömu einingum og önnur helstu skiltin. Skór neðst, viðar­stoð og efst situr hatt­urinn. Á milli þeirra eru settar plötur með upplýs­ingum um staðinn sem við á. Einnig má bæta við minni upplýs­ingum neðst á stærri skiltin til að gefa nánari upplýs­ingar um t.d. göngu­leiðir og mynd­merki.


3.5.2Stærðir#3.5.2-staerdir

Stærri og minni vegviti.
Stærri og minni vegviti.

Vegvitinn kemur í tveimur stærðum … stór og lítill. Sá stærri er í sömu hæð og hæstu almennu skiltin, en sá minni í svip­aðri hæð og hallandi almennt skilti.


3.5.3Plötur#3.5.3-plotur

Á vegvitana má setja upplýs­ingar á spjöld sem koma í tveimur stærðum. Hægt er að setja þessi spjöld á allar hliðar vegvitans, eins og þörf er á.

Einnig er mögu­legt að nýta hattinn fyrir upplýs­ingar. Þetta er sérstak­lega hentugt á minni vegvit­anum, þar sem hatt­urinn er þar í þægi­legri lestr­arhæð.

Stærð
Stærri plata10 x 124 cm
Minni plata10 x 12 cm