Hallandi almenn skilti eru hugsuð fyrir almennar upplýsingar og fræðslu, svipað og almenn skilti.
Hallandi almenn skilti byggja á sömu hugmynd og almenn skilti nema eru í grunninn öðruvísi í byggingu og laginu.
Lestrarflöturinn situr mun lægra og er hallinn á þeim til að vega upp á móti hæðinni og snýr þannig innihaldi þeirra upp á við, til að auka þægindi í lestri.
Lægri skilti eins og þessi eru hentug í umhverfi, þar sem kostur er að byrgja ekki sýn á umhverfið og bjóða notendanum að geta lesið upplýsingar um leið og horft er yfir útsýnið.
Annað dæmi um notkun má sjá í myndinni hér að ofan, þar sem upplýsingarnar eiga við um minjar sem liggja fyrir neðan skiltið. Með því að láta augu lesendans leita niður á við, færist athyglin á réttan stað.
Hallandi skiltin koma í tveimur megin hæðum, með þrjár megin breiddir. Stærri skiltin eru hugsuð fyrir fræðslu og upplýsingar, en það minnsta aðallega fyrir öryggismerkingar og þjónustutákn.
Möguleg hæð plötu | Möguleg breidd plötu |
---|---|
44 cm | 30 cm |
60 cm | 100 cm |
140 cm |