Stikan er mögulega vanmetnasta, en eitt mikilvægasta, skiltið í öllum merkingakerfum. Hún inniheldur aldrei texta eða myndmerki — en stikan er nútíma útgáfan af vörðunni góðu sem hefur leitt okkur framhjá hættum og í gegnum náttúruna svo öldum skiptir.
Ekki eru setta sérstakar reglur um útlit á stikum innan Vegrúnar, en að sjálfsögðu gert ráð fyrir notkun hennar á gönguleiðum.
Þar sem mikill fjöldi er nú þegar í notkun af stikum í mörgum mismunandi útgáfum, leggjum við til að svæði noti áfram sömu stikur og þau hafa gert áður til að halda samræmi innan síns kerfis.
Til að auka við upplýsingar gönguleiðanna má svo setja vegvita, vegpresta og almenn skilti í kringum gönguleiðir og stíga.