3.3

Stikur

Stikan er mögu­lega vanmetn­asta, en eitt mikil­væg­asta, skiltið í öllum merk­inga­kerfum. Hún inni­heldur aldrei texta eða mynd­merki — en stikan er nútíma útgáfan af vörð­unni góðu sem hefur leitt okkur framhjá hættum og í gegnum nátt­úruna svo öldum skiptir.

Ekki eru setta sérstakar reglur um útlit á stikum innan Vegrúnar, en að sjálf­sögðu gert ráð fyrir notkun hennar á göngu­leiðum.

Þar sem mikill fjöldi er nú þegar í notkun af stikum í mörgum mismun­andi útgáfum, leggjum við til að svæði noti áfram sömu stikur og þau hafa gert áður til að halda samræmi innan síns kerfis.

Til að auka við upplýs­ingar göngu­leið­anna má svo setja vegvita, vegpresta og almenn skilti í kringum göngu­leiðir og stíga.