Almenn, eða upplýsingaskilti, eru fjölhæfustu skiltin í vopnabúri Vegrúnar. Þau er hægt að setja saman í grunninn á tæplega 20 mismunandi máta og þaðan má raða plötum beggja vegna og auka
Þetta skilti er án efa sú tegund innan Vegrúnar sem er hægt að setja saman á fjöbreyttasta máta. Með fjórar mismunandi breiddir og fjórar mismunandi hæðir, er hægt að búa til 16 ólíkar grunnstærðir af almenna skiltinu. Þá á eftir að telja til allt að sex mismunandi hæðir af plötum sem er hægt að festa á þau, þannig að möguleikinn á samsetningum verður nanast óteljandi.
Þess vegna er mikilvægt að skilgreina fyrst innihald skiltisins sem áætlað er að setja upp, textamagn, fjölda mynda, korta og almennra upplýsinga … og síðan velja út frá því hversu stórt skilti og í hvaða samsetningu það er valið.
Almenna skiltið samanstendur af tveimur stoðum í skóm, sem eru fest saman í toppin með hatt. Hatturinn gefur mikilvægan styrk í skiltið og um leið stillir stoðirnar jafnhliða saman.
Á stoðirnar eru svo festar plötur í þeirri samsetningu sem þörf er á, en þó aldrei neðar en 64 cm frá jörðu. Festa má plötur beggja vegna skiltisins og ekki er þörf að hafa eins samsetningu að „framan og aftan“ — enda getur upplýsingaþörf verið misjöfn eftir því hvoru megin er komið að skiltinu.
Ekki er æskilegt að setja plötur lægra en 64 cm frá jörðu á almennu skiltin. Þetta er óhæð heildarstærð skiltisins. Ástæða þess er að upplýsingar sem eru settar neðar verða óaðgengilegar fyrir notendann.
Hér er átt við heildarstærð skiltisins, breidd og hæð.
Hæð mælist frá toppi hattsins niður að jörð. Breidd frá ytri köntum stoðanna, sem er jöfn breidd platnanna á skiltinu.
Möguleg hæð skiltis | Möguleg breidd skiltis |
---|---|
220 cm | 180 cm |
188 cm | 140 cm |
156 cm | 100 cm |
108 cm | 60 cm |
Það er mögulegt að gera skilti í öðrum stærðum en eru skilgreindar hér, en þá þarf að sér útbúa framleiðsluskjöl fyrir plötur eftir þeim óskum. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið vegrun@godarleidir.is.
Plöturnar sem raðast á skiltið koma í fyrirfram skilgreindum stærðum og eru festar upp með 4 cm bili á milli sín.
Plöturnar koma í stærðum sem passa hver við aðra. Tvær plötur í minnstu stærð með bili á milli jafngilda stærð á einni plötu í næstu stærð.
12 cm (plata) + 4 cm (bil) + 12 cm (plata) = 28 cm (næsta stærð af plötu).
Þetta gildir um allar stærðirnar á plötunum og því passa samsetningarnar alltaf saman sem heild og allar stærðir ganga upp — svo lengi sem allt efni er uppsett eftir reglum Vegrúnar.
Til að aðstoða við skilning á möguleikum í framsetningu er búið að smíða svokallaðan Skiltasmið, sem einfaldar framsetninguna á valmöguleikunum.
Með því að velja hæð og breidd skiltis, má þaðan raða inn plötum eftir þörfum og þannig sjá hvað kemst mikið fyrir á hverju skilti.
Almennu skiltin eru byggð upp með það í huga að hugsa má „fram og afturhlið“ skiltisins á mismunandi vegu. Þannig má setja mismunandi stærðir, fjölda og uppröðun á plötum eftir hlið skiltisins.
Einnig má sleppa „bakhlið“ skiltisins ef engin þörf er á því að setja upplýsingar þeim megin. Þó skal hafa í huga að með því að hafa ekki plötur öðru megin, getur það dregið töluvert úr styrk skiltisins í vindhviðum.
Mælst er með því að hafa ávallt plötur beggja vegna í skiltum, þar sem það eykur styrk í vindhviðum til muna.