3.1

Almenn skilti

Almenn, eða upplýs­inga­skilti, eru fjöl­hæf­ustu skiltin í vopna­búri Vegrúnar. Þau er hægt að setja saman í grunninn á tæplega 20 mismun­andi máta og þaðan má raða plötum beggja vegna og auka

Þrjú almenn skilti, staðsett við Djúpalónssand.
Þrjú almenn skilti, staðsett við Djúpalónssand.

Þetta skilti er án efa sú tegund innan Vegrúnar sem er hægt að setja saman á fjöbreytt­asta máta. Með fjórar mismun­andi breiddir og fjórar mismun­andi hæðir, er hægt að búa til 16 ólíkar grunn­stærðir af almenna skiltinu. Þá á eftir að telja til allt að sex mismun­andi hæðir af plötum sem er hægt að festa á þau, þannig að mögu­leikinn á samsetn­ingum verður nanast ótelj­andi.

Þess vegna er mikil­vægt að skil­greina fyrst inni­hald skilt­isins sem áætlað er að setja upp, texta­magn, fjölda mynda, korta og almennra upplýs­inga … og síðan velja út frá því hversu stórt skilti og í hvaða samsetn­ingu það er valið.


3.1.1Uppbygging#3.1.1-uppbygging

VEG-Almennt-Uppbygging
VEG-Almennt-Uppbygging

Almenna skiltið saman­stendur af tveimur stoðum í skóm, sem eru fest saman í toppin með hatt. Hatt­urinn gefur mikil­vægan styrk í skiltið og um leið stillir stoð­irnar jafn­hliða saman.

Á stoð­irnar eru svo festar plötur í þeirri samsetn­ingu sem þörf er á, en þó aldrei neðar en 64 cm frá jörðu. Festa má plötur beggja vegna skilt­isins og ekki er þörf að hafa eins samsetn­ingu að „framan og aftan“ — enda getur upplýs­inga­þörf verið misjöfn eftir því hvoru megin er komið að skiltinu.

Athugið

Ekki er æski­legt að setja plötur lægra en 64 cm frá jörðu á almennu skiltin. Þetta er óhæð heild­ar­stærð skilt­isins. Ástæða þess er að upplýs­ingar sem eru settar neðar verða óaðgengi­legar fyrir notendann.


3.1.2Stærðir#3.1.2-staerdir

Almenna skiltið er hægt að setja saman í 16 mismunandi stærðum.
Almenna skiltið er hægt að setja saman í 16 mismunandi stærðum.

Hér er átt við heild­ar­stærð skilt­isins, breidd og hæð.

Hæð mælist frá toppi hattsins niður að jörð. Breidd frá ytri köntum stoð­anna, sem er jöfn breidd platn­anna á skiltinu.

Möguleg hæð skiltisMöguleg breidd skiltis
220 cm180 cm
188 cm140 cm
156 cm100 cm
108 cm60 cm

Athugið

Það er mögu­legt að gera skilti í öðrum stærðum en eru skil­greindar hér, en þá þarf að sér útbúa fram­leiðslu­skjöl fyrir plötur eftir þeim óskum. Nánari upplýs­ingar er hægt að fá í gegnum netfangið vegrun@godar­leidir.is.


3.1.3Plötur#3.1.3-plotur

Plöt­urnar sem raðast á skiltið koma í fyrir­fram skil­greindum stærðum og eru festar upp með 4 cm bili á milli sín.

Plöt­urnar koma í stærðum sem passa hver við aðra. Tvær plötur í minnstu stærð með bili á milli jafn­gilda stærð á einni plötu í næstu stærð.
12 cm (plata) + 4 cm (bil) + 12 cm (plata) = 28 cm (næsta stærð af plötu).

Þetta gildir um allar stærð­irnar á plöt­unum og því passa samsetn­ing­arnar alltaf saman sem heild og allar stærðir ganga upp — svo lengi sem allt efni er uppsett eftir reglum Vegrúnar.

Plötuhæðin fyrir almennar merkingar fylgja skilgreindu stærðarkerfi.
Plötuhæðin fyrir almennar merkingar fylgja skilgreindu stærðarkerfi.
Nærmynd sem sýnir mismunandi plötur og hvernig þær passa saman sem eitt kerfi.
Nærmynd sem sýnir mismunandi plötur og hvernig þær passa saman sem eitt kerfi.

Til að aðstoða við skilning á mögu­leikum í fram­setn­ingu er búið að smíða svokall­aðan Skilta­smið, sem einfaldar fram­setn­inguna á valmögu­leik­unum.

Með því að velja hæð og breidd skiltis, má þaðan raða inn plötum eftir þörfum og þannig sjá hvað kemst mikið fyrir á hverju skilti.


3.1.4Skiltasmiður#3.1.4-skiltasmidur


3.1.5Framan og aftan#3.1.5-framan-og-aftan

Almennu skiltin eru byggð upp með það í huga að hugsa má „fram og aftur­hlið“ skilt­isins á mismun­andi vegu. Þannig má setja mismun­andi stærðir, fjölda og uppröðun á plötum eftir hlið skilt­isins.

Einnig má sleppa „bakhlið“ skilt­isins ef engin þörf er á því að setja upplýs­ingar þeim megin. Þó skal hafa í huga að með því að hafa ekki plötur öðru megin, getur það dregið tölu­vert úr styrk skilt­isins í vind­hviðum.

Athugið

Mælst er með því að hafa ávallt plötur beggja vegna í skiltum, þar sem það eykur styrk í vind­hviðum til muna.