Vegprestar, eða Vegvísar, eru líklegast ein algengustu skiltin sem fyrirfinnast í öllum skiltakerfum um allan heim. Þeir eru ekki síður mikilvægir í Vegrúnu.
Vegprestarnir eru líklega einföldustu skiltin sem eru í Vegrúnu, að stikunum undanskildum. Þeir innihalda í raun ekki miklar upplýsingar, sem gerir þá auðvelda í framleiðslu, en um leið eru þeir mögulega mikilvægustu skiltin í kerfinu.
Vegprestur byggir á svipuðum einingum og almennt skilti. Skór neðst við jörðina sem heldur í viðarstoðina, sem er þó lengri hér en í hæstu almennu skiltunum … eða 250 cm frá jörðu og upp yfir hatt.
Efst situr hattur, en fyrir neðan hann má setja allt að þrjár hæðir af örvum. Hver hæð getur innihaldið mest fjórar örvar, sem þýðir að hefðbundinn vegprestur í Vegrúnu getur vísað á allt að 16 staði.
Allir vegprestar eru í fastri hæð, 250 cm. Hver ör er 12 cm há og 84 cm breið.
Hæg er að festa örvar á vegprestana með 45° bili á staurinn, en alltaf verður að vera minnst 90° á milli tveggja örva á sömu hæð.
Þar sem stoðin sjálf er ferningslaga, með flatar hliðar, eru örvarnar festar á með þar til gerðum vinklum sem eru beygðir í annaðhvort 90° eða 135° horn. Þeir klemma á milli sín örina sjálfa og eru síðan festir á sjálfan staurinn.
Á myndinni hér að ofan má sjá teikningu, séð ofanfrá, hvernig hver ör er fest annaðhvort á flata hlið eða horn stoðarinnar.