1.1

Ábend­ingar og spurn­ingar

Vegrún er saman­safn af leið­bein­ingum og reglum sem eru gerðar til að aðstoða þig við að búa til góðar merk­ingar. En gott kerfi þarf að vera sveigj­an­legt og opið fyrir breyt­ingum.

Þess vegna fögnum við öllum ábend­ingum, tillögum og hugmyndum sem gætu gert Vegrúnu betri og betri. Hægt er að hafa samband við aðstand­endur Vegrúnar í gegnum netfangið vegrun@godar­leidir.is og mun sá póstur berast bæði til umsjón­ar­mann­eskju verk­efn­isins á vegum Miðstöðvar Hönn­unar og Arki­tektúrs sem og full­trúa hönn­un­art­eym­isins Kolofon & co.

Sendið línu til umsjónaraðila Vegrúnar.
Allar ábendingar, fyrirspurnir, tillögur og hugmyndir eru vel þegnar.

vegrun@godarleidir.is

Samvinna milli allra þeirra aðila sem hafa og munu nota Vegrúnu til að setja upp skilti er dýrmæt. Því viljum við kalla eftir myndum af uppsettum skiltum, sem hafa nýtt Vegrúnu sem leið­bein­ingar við fram­leiðslu.

Þessar myndir verða, með leyfi eiganda þeirra, birtar hér á vefnum sem safn af fram­leiddum skiltum. Þannig geta fram­tíðar notendur séð hvað hefur verið gert og mögu­lega haft samband við viðkom­andi til að samnýta hugmyndir.

Endi­lega sendið myndir af uppsettum skiltum á vegrun@godar­leidir.is.