1.5

Verk­efnið


1.5.1Merkingar#1.5.1-merkingar

Frá upphafi byggðar hefur fólk ferðast um landið. Tilgangur ferða­laga var fyrst og fremst að komast á milli sveita og lands­hluta og oftast var farin stysta leiðin. Leið­irnar voru merktar með vörðum og stuðst við kenni­leiti. Þótt kenni­leitin og sumar vörð­urnar standi enn hefur tilgangur ferð­anna breyst og stærri og fjöl­breyttari hópur fer nú um náttúru landsins en áður. 

Til að bæta upplifun og öryggi ferða­manna í nátt­úr­unni hafa merk­ingar mikil­vægu hlut­verki að gegna. Nokkrar hand­bækur hafa verið gefnar út um merk­ingar í náttúru landsins á undan­förnum áratugum. Margar þeirra þjóna sínum tilgangi vel en helsta vanda­málið hefur verið skortur á samræm­ingu merk­inga á landinu öllu.


1.5.2Eldri handbækur#1.5.2-eldri-handbaekur

Handbók um merk­ingar á ferða­manna­stöðum og friðlöndum — Merk­inga­handbók 2011

Árið 2011 kom út fyrsta merk­inga­handbók þar sem samræma átti merk­ingar fyrir ákveðnar aðild­ar­stofn­anir, Handbók um merk­ingar á ferða­manna­stöðum og friðlöndum (hér eftir nefnd Merk­inga­handbók 2011).

Merk­inga­handbók 2011 var samstarfs­verk­efni Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, Umhverf­is­stofn­unar, Ferða­mála­stofu og Þing­valla­þjóð­garðs. Hún var gefin út sem hönn­un­ar­staðall fyrir ofan­taldar stofn­anir en var jafn­framt ætluð öllum sem kæmu að mótun umhverfis ferða­manna á Íslandi. Fjöl­margir, bæði einka­að­ilar og opin­berar stofn­anir, hafa horft til Merk­inga­hand­bók­ar­innar 2011 og stuðst við merk­inga­kerfið sem þar er að finna. Hún hefur nýst vel síðasta áratuginn og hafa þúsundir merk­inga verið settar upp eftir henni. Uppsöfnuð reynsla kallaði þó á endur­skoðun á hand­bók­inni. Af öðrum stórum merk­inga­hand­bókum sem hafa verið í notkun hér á landi má nefna Handbók Skóg­rækt­ar­innar, Ferða­mála­stofu og Vega­gerð­ar­innar.


1.5.3Bakgrunnur Vegrúnar#1.5.3-bakgrunnur-vegrunar

Landsáætlun um uppbygg­ingu innviða

Árið 2018 samþykkti Alþingi þings­ályktun um stefnu­mark­andi landsáætlun um uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru og menn­ing­ar­sögu­legum minjum (Landsáætlun). Áætl­unin er stefnu­mark­andi til 12 ára. Í henni eru sett fram markmið um stýr­ingu og sjálf­bæra þróun, vernd náttúru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, örygg­ismál, skipulag og hönnun og ferða­manna­leiðir. Þar er meðal annars lögð áhersla á að samræma aðferða­fræði við merk­ingar og er þar átt við merk­ingar sem eru að mestu utan skil­greinds samgöngu­kerfis ríkisins sem er í umsjón Vega­gerð­ar­innar.

Samstarfs­hópur um eflingu fagþekk­ingar

Sem hluta af fram­kvæmd Landsáætl­unar skipaði umhverfis- og auðlinda­ráð­herra vorið 2018 samstarfshóp um eflingu fagþekk­ingar, hönn­unar og samræm­ingar við uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru- og menn­ing­ar­sögu­legum minjum á ferða­manna­stöðum. Í hópnum eru full­trúar frá Umhverfis- og auðlinda­ráðu­neyti, Umhverf­is­stofnun, Ferða­mála­stofu, Þjóð­garð­inum á Þing­völlum, Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Land­græðsl­unni, Minja­stofnun Íslands, Þjóð­minja­safni Íslands, Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Skóg­rækt­inni og Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs.

Endur­skoðun merk­inga­hand­bókar 2011

Eitt af verk­efnum samstarfs­hópsins lýtur að merk­ingum og var tekin sú ákvörðun innan hópsins að endur­skoða Merk­inga­handbók 2011. Fram­kvæmd verk­efn­isins var falin Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs — sem vinnur að fleiri verk­efnum á sviði innviða­hönn­unar ferða­mannastaða, undir yfir­skrift­inni Góðar leiðir.

Þegar vinna við endur­skoðun merk­inga hófst haustið 2019 fór í kjöl­farið af stað rýni á rann­sóknum, skýrslum og öðrum hand­bókum er snúa að merk­ingum. Einnig var horft til vinnu annarra þjóða í þessum efnum. Í fram­haldinu var efnt til samtals opin­berra fagaðila sem starfa á einn eða annan hátt við hönnun og fram­kvæmd merk­inga hér á landi. Niður­staða þeirrar vinnu var að boða enn breiðari hóp til samstarfs svo skapa mætti þá sameig­in­legu sýn á merk­ingar sem Landsáætlun kveður á um.

Samræm­ing­ar­hópur um merk­ingar

Í janúar 2020 tilnefndi Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs í samstarfi við Umhverfis- og auðlinda­ráðu­neytið fagaðila í samræm­ing­arhóp, aðila sem koma að merk­ingum í sínu starfi, í einka­geir­anum og hjá hinu opin­bera.

Í kjöl­farið var skip­aður samræm­ing­ar­hópur um merk­ingar sem í sátu aðilar frá Þjóð­garð­inum á Þing­völlum, Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Umhverf­is­stofnun, Ferða­mála­stofu, Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Vega­gerð­inni, Ferða­fé­lagi Íslands, Útivist, Lands­björgu, atvinnu­vega-og nýsköp­un­ar­ráðu­neytinu auk þess sem fundað var með full­trúum frá Samtökum ferða­þjón­ust­unnar og Sjálfs­björg.

Hlut­verk samræm­ing­ar­hópsins var að miðla reynslu sinni og þekk­ingu á merk­ingum hér á landi. Haldnar voru vinnu­stofur og fundir með hópnum og rataði sú vinna síðan í forskrift um verk­efnið. Litið var til reynslu og merk­inga­kerfa erlendis frá meðal annars í Evrópu, Banda­ríkj­unum og Nýja Sjálandi, sem öll hafa stað­bundna eigin­leika.

Forsögn merk­inga­verk­efnis

Að mörgu þurfti að huga við verk­efnið og lagt var upp með að hanna gott heild­ar­kerfi sem væri aðgengi­legt stórum hópi uppbygg­ing­ar­aðila og notenda. Aðrar áherslur voru meðal annars að hönn­unin byggi á heild­rænni sýn, að hún væri samræmd, endur­spegli sjálf­bærni, henti íslenskum aðstæðum og krefjist lágmarks­við­halds, að efnisval og útfærslur tækju mið af hagkvæmni í fram­leiðslu, viðhaldi og uppsetn­ingu og að þær væru sveigj­an­legar og auðvelt væri að bæta við þær og laga að ólíkum aðstæðum.

Val á hönn­un­art­eymi

Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlinda­ráðu­neytið og atvinnu og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti auglýsti um miðjan júní 2020 eftir hönn­un­art­eymi til að hanna merk­ingar, merk­inga­kerfi og merk­inga­handbók fyrir ferða­mannastaði og frið­lýst svæði og var forskriftin grunn­gagn við úrlausn verk­efn­isins.

Alls skiluðu tuttugu og þrjú teymi umsókn um að taka að sér verk­efnið. 

Að loknu valferli var ákveðið að bjóða teyminu Kolofon&co að taka verk­efnið að sér.


1.5.4Verkefnastjórnun#1.5.4-verkefnastjornun

Miðstöð hönn­unar & arki­tektúrs

Miðstöðin sá um fram­væmd verk­efn­isins og var tengi­liður milli allra þeirra fjöl­mörgu aðila sem komu að verk­efninu. Miðstöðin sá um alla grunn- og undir­bún­ings­vinnu, forskrift að verk­efni og hélt utan um valferlið þegar val á hönn­un­art­eymi fór fram. Miðstöðin vann með Kolofon&co að fram­gangi verk­efn­isins og þróun þess.

Vinna Miðstöðv­ar­innar við verk­efnið hófst í ágúst 2019.

Halla Helgadóttir Framkvæmdastjóri, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs www.honnunarmidstod.is
Anna María Bogadóttir Arkitekt og menningarfræðingur, ráðgjafi hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs www.honnunarmidstod.is www.urbanistan.is
Gerður JónsdóttirVerkefnastjóri, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs www.honnunarmidstod.is

1.5.5Hönnuðir Vegrúnar#1.5.5-honnudir-vegrunar

Kolofon&co

Teymið saman­stendur af þéttum hópi aðila, hver með sína sérþekk­ingu sem nýtist hönnun Vegrúnar hver á sinn mikil­væga hátt. Teymið átti líka í miklu samstarfi við ýmsa aðila sem lögðu til ómet­an­legar upplýs­ingar þvert yfir allar hliðar verk­efn­isins, sem væri óger­legt að telja upp í heild sinni hér.

Verk­efna­stjóri teym­isins er Hörður Lárusson, graf­ískur hönn­uður og einn stofn­enda hönn­un­ar­stof­unnar Kolofon.

Vinnan við hönn­unina hófst í lok ágúst 2020 og var gerð aðgengileg í lok apríl 2021.

Kolofon hönnunarstofaUpplýsingahönnun, grafískt útlit og skipulagwww.kolofon.is
Stefán Pétur SólveigarsonVöru- og iðnhönnuðurwww.solson.net
Gerður KristnýRithöfundur
Kristján B. JónassonBókmenntafræðingur og ritstjóri
Guðmundur JónassonByggingarverkfræðingurwww.mannvit.is
Birna LárusdóttirFornleifafræðingur
Sigþrúður Stella JóhannsdóttirLíffræðingur
Gísli GíslasonLandslagsarkitekt

1.5.6Verkkaupar#1.5.6-verkkaupar

Verk­kaupar og ábyrgð­ar­að­ilar Vegrúnar eru umhverfis-og auðlinda­ráðu­neytið og atvinnu­vega-og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið