1

Inngangur

Vegrún er merk­inga- og leiða­kerfi sem er opið öllum til notk­unar. Það er sérstak­lega hannað til að falla að náttúru Íslands.

Merkt gönguleið við Djúpalónsfjöru
Merkt gönguleið við Djúpalónsfjöru

1.1Merkingar ljúka upp landinu#1.1-merkingar-ljuka-upp-landinu

Allir staðir búa yfir sögu ef vel er að gáð. Til að skilja hvað landið hefur að segja okkur og til að vita hvernig best er að rata notum við merk­ingar. Sá sem fer um landið þarfnast skilta sem vísa veginn, fræða og leið­beina. Eftir­tekt­ar­verðir staðir sem heim­ildir og sagnir geta um eða eru einstakir sökum nátt­úru­legra aðstæða lifna við þegar lesa má á skiltum það sem landið fær ekki sagt.


1.2Vegrún — samræmt merkingakerfi#1.2-vegrun-samraemt-merkingakerfi

Vegrún er merk­inga- og leiða­kerfi fyrir landið allt. Vegrún sýnir hvernig búa má til skilti og hvernig best er að sýna upplýs­ingar á skiltum og merk­ingum. Vegrún samræmir leiða­merk­ingar fyrir stíga og götur, segir fyrir um smíði merk­inga og skilta, efnið í þeim og stærð þeirra. Vegrún sýnir hvernig koma á upplýs­ingum á fram­færi með letri, lit og myndum.

Allir geta nýtt sér kerfið til að gera áfanga­staði aðlað­andi, veita nauð­syn­legar upplýs­ingar eða hjálpa ferða­fólki að rata. Stærð skiltis og merk­ing­arnar á því ráðast af aðstæðum. Notendur geta gengið að kerfi sem er opið og aðgengi­legt og sótt þangað allt sem þeir þurfa til að setja upp merk­ingar og leið­ar­vísa.

Vegrún er vand­lega hugsað verk­færi í þjón­ustu allra sem þurfa á merk­ingum að halda. Þar fara saman sérhannað letur, lita­sam­setn­ingar sem henta aðstæðum í náttúru Íslands og skilti sem þola ágang veðurs og vinda. Samræmt merk­inga- og leið­ar­kerfi fyrir allt landið eykur öryggi þeirra sem ferðast, hjálpar ferða­löngum að skilja það sem fyrir augu ber og eykur ánægjuna af landinu og töfrum þess.