1.2

Ferlar og leyfi

Það er mikil­vægt að skipu­leggja vel vinnu við merk­ingar. Ekki er víst að allt sé fram­kvæm­an­legt á því svæði sem er til skoð­unar. Vinnum forvinnuna faglega, það hjálpar útkom­unni.

Í upphafi skal endinn skoða. Skoðaðu svæðið heild­rænt. Merk­ingar standa í mörg ár og þarf að átta sig vel á hlut­verki merk­ing­anna og áhrifum þeirra til langs tíma. Má merkja alls­staðar? Hversu mörgum ferða­mönnum getur svæðið tekið á móti?

Sveit­ar­félög fara með skipu­lags­valdið og er nauð­syn­legt að tilkynna sveit­ar­fé­lagi svæð­isins um allar merk­ingar sem settar eru niður í nátt­úr­unni. Mikil­vægt er að sækja um viðeig­andi leyfi áður en farið er að panta merk­ingar. Er svæðið friðað eða eru á því menn­ing­ar­minjar? Þarf hugs­an­lega að sækja um bygg­ing­ar­leyfi eða fram­kvæmda­leyfi?

Eftirlit og viðhald. Það er eitt að setja merkin niður. Merk­ingar þurfa stöðugt eftirlit og viðhald. Merk­ingar með röngum upplýs­ingum eða merk­ingar sem hefur ekki verið viðhaldið geta bein­línis valdið meiri skaða en ef engar merk­ingar væru á svæðinu. Það er mikil­vægt að allir þeir sem setja niður merk­ingar geri sér grein fyrir ábyrgð­inni og sjái til þess að sómi sé af svæðinu.


1.2.1Í upphafi skal endinn skoða#1.2.1-i-upphafi-skal-endinn-skoda

Áður en farið er að skipu­leggja hvernig á að merkja stað, þá er mikil­vægt að skoða svæðið sem á að merkja heild­stætt. Hvert er mark­miðið með merk­ing­unum? Hversu mikla umferð þolir svæði? Eru hættur á svæðinu sem þarf að merkja sérstak­lega? Eru menn­ing­ar­minjar á svæðinu?

Góðar merk­ingar hvetja til jákvæðrar upplif­unar ferða­mannsins á svæðinu, geta aukið gildi lands­lagsins og jákvæðrar nátt­úru­upp­lif­unar og vernda umhverfið með stýr­ingu ferða­manna á ákveðin svæði.


1.2.2Hvar má merkja?#1.2.2-hvar-ma-merkja

Það er ljóst að ekki má setja merk­ingar hvar sem er. Til dæmis hefur Vega­gerðin ákveðið umráða­svæði á sinni ábyrgð. Merk­ingar, fastar eða lausar, má ekki setja nær þjóð­vegi en 30m frá miðlínu stofn­vega og 15 m frá miðlínu annarra þjóð­vega, nema leyfi veghaldara komi til. Umhverfis menn­ing­ar­minjar er frið­helg­un­ar­svæði, 15 m utan um frið­aðar forn­leifar og 100 m utan um frið­lýstar forn­leifar. Minja­stofnun gefur upplýs­ingar um stað­setn­ingar ogfrið­helg­un­ar­svæði menn­ing­ar­minja.


1.2.3Að setja niður skilti#1.2.3-ad-setja-nidur-skilti

Þegar búið er að taka ákvörðun um hvers konar merk­ingar eiga að fara niður er mikil­vægt að skoða stað­setn­inguna vel. Er mikil­vægt að merk­ingin sjáist úr mikilli fjar­lægð? Getur merk­ingin haft áhrif á sjón­ræna upplifun/nánasta umhverfi? Er svæðið berskjaldað fyrir sterkum vindum? Áður en skiltið sjálft er síðan sett niður þarf að huga að því hver er ríkj­andi vindátt á staðnum, með það í huga að minnka vindálaga á skilta­flötin. Eins þarf að huga að undir­lagi, og þ.a.l. að undir­stöður skilt­isins standist veður­álag. Hafa ber í huga að oft verður ansi mikill átroðn­ingur við sjálft skiltið með tilheyr­andi skemmdum á undir­lagi og því þarf að hugsa fyrir því að skiltið auki ekki of mikið álag á svæðið umhverfis það.

AR forritið sem fylgir Vegrúnu á að aðstoða alla þá sem huga að merk­ingum að átta sig frekar á hvernig skiltin koma út á tilteknu svæði, bæði hvað varðar, stærð, hæð og stað­setn­ingu skiltis. Hafa ber þó í huga að stafræn upplifun kemur aldrei í stað raun­veru­legrar upplif­unar.


1.2.4Sveitarfélög og reglur um merkingar#1.2.4-sveitarfelog-og-reglur-um-merkingar

Sveit­ar­félög fara með skipu­lags­vald og hafa umsjón með og bera ábyrgð á flestum fram­kvæmdum í sambandi við ferða­mannastaði. Mörg sveit­ar­félög hafa sett sér ákveðnar reglur um notkun merk­inga og því er mikil­vægt að kynna sér þær áður en farið er í fram­kvæmdir og uppsetn­ingu skilta.

Hlut­verk sveit­ar­fé­lag­anna
Sveit­ar­félög fara með skipu­lags­valdið og gefa út aðal- og deili­skipulag. Uppsetning skilta þarf að vera í samræmi við gild­andi skipulag á viðkom­andi stað. Í deili­skipu­lagi er svæðinu oft nægi­lega vel lýst til að hægt sé að veita leyfi fyrir merk­ingum byggðu á því og það sama gildir í sumum tilvikum um aðal­skipulag. Eitt af hlut­verkum sveit­ar­fé­lag­anna er að hafa eftirlit með því að farið sé rétt í allar fram­kvæmdir og á að sjá til þess að allir þeir sem setja niður skilti fylgi þeim reglum og leyfum sem gilda fyrir svæðið. Þegar fram­kvæmdum á svæði er lokið er ábyrgð sveit­ar­fé­lagsins sleppt og þá er það í hlut­verki þeirra sem stóðu að fram­kvæmd­unum að bera ábyrgð á viðhaldi og eftir­liti.


1.2.5Hvenær þarf að sækja leyfi?#1.2.5-hvenaer-tharf-ad-skja-leyfi

Í öllum tilvikum þegar merk­ingar eru settar niður þarf að upplýsa viðkom­andi sveit­ar­félag um það og sækja um viðeig­andi leyfi. Það er síðan hlut­verk sveit­ar­fé­lagsins að veita leyfi fyrir merk­ing­unum en það fer eftir stærð skilt­anna og eðli fram­kvæmd­anna hvort um fram­kvæmda- eða bygg­ing­ar­leyfi er að ræða. Í einhverjum tilvika þarf að afla umsagnar eða sækja um leyfi hjá öðrum stofn­unum, svo sem Minja­stofnun vegna frið­aðra og frið­lýstra menn­ing­ar­minja og Umhverf­is­stofnun vegna frið­lýstra nátt­úru­svæða. Mikil­vægt er að eiga gott samtal við skipu­lags­full­trúa sveita­fé­lagsins til að sjá til þess að rétt sé staðið að málum, allir aðilar séu vel upplýstir og réttra umsagna aflað ef þörf er á því áður en leyfi er gefið út.

Frið­lýst svæði, nátt­úru­vætti og svæði á nátt­úru­m­inja­skrá
Umhverf­is­stofnun hefur umsjón með nátt­úru­m­inja­skrá og veitir leyfi til fram­kvæmda innan frið­lýstra svæða. Nátt­úru­m­inja­skrá skiptist í þrjá hluta. Í A-hluta nátt­úru­m­inja­skrár eru frið­lýst svæði og eru þau flokkuð í nokkra frið­lýs­ing­ar­flokka. Í B-hluta er skrá yfir þær nátt­úru­m­injar sem Alþingi hefur sett í forgang að frið­lýsa á næstu 5 árum og í C-hluta er skrá yfir aðrar nátt­úru­m­injar sem ástæða þykir til að frið­lýsa eða friða. Reglur á hverju frið­lýstu svæði eru mismun­andi og fara eftir mark­miðum frið­lýs­ingar, eðli svæð­isins og samkomu­lagi við hags­muna­aðila. Er þitt svæði á nátt­úru­m­inja­skrá?

Bygg­ing­ar­leyfi
Samkvæmt 2.5.1. gr. bygg­ing­ar­reglu­gerðar skal sækja um bygg­ing­ar­leyfi fyrir öllum frístand­andi skiltum og skiltum á bygg­ingum sem eru yfir 1,5 m² að flat­ar­máli. Undan­þegin eru þó skilti allt að 2,0 m² að stærð sem ætlað er að standa skemur en tvær vikur sem og skilti sem sett eru upp samkvæmt ákvæðum umferð­ar­laga. Þá þurfa stærð og stað­setning að vera í samræmi við ákvæði gild­andi skipu­lags. Stærð merk­ing­anna miða við skilta­flötinn sjálfan. Stoðir, fest­ingar og annað er ekki talið með inn í ofan­greindri fermetra­tölu.

Sótt er um bygg­ing­ar­leyfi hjá bygg­ing­ar­full­trúa/skipu­lags­full­trúa viðkom­andi sveit­ar­fé­lags. Húsnæðis-og mann­virkja­stofnun hefur eftirlit með að mann­virkjalögum og húsnæð­is­reglu­gerð og ber ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Frekari upplýs­ingar um reglu­gerð­irnar er að finna á vef Húsnæðis- og mann­virkja­stofn­unar.

Fram­kvæmda­leyfi
Hafa ber í huga að fyrir meiri­háttar fram­kvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breyt­ingar lands með jarð­vegi eða efnis­töku, og annarra fram­kvæmda sem falla undir lög um mat á umhverf­isáhrifum, þarf að sækja um fram­kvæmda­leyfi. Sveit­ar­félög gefa út fram­kvæmda­leyfi og er sótt um það hjá skipu­lags­full­trúa viðkom­andi sveit­ar­fé­lags.
Fram­kvæmda­leyfi skal ávallt vera í samræmi við skipulag svæð­isins. Hægt er að sækja sér frekari upplýs­ingar á vef Skipu­lags­stofn­unar.


1.2.6Eftirlit og viðhald#1.2.6-eftirlit-og-vidhald

Ábyrgð fylgir því að merkja ferða­mannastaði og frið­lýst svæði. Að setja niður merk­inguna er fyrsta skref en svo þarf ávallt að sjá til þess að merk­ingar séu uppfærðar og að þeim sé viðhaldið. Merk­ingar með röngum upplýs­ingum eða merk­ingar sem hefur ekki verið viðhaldið geta bein­línis valdið meiri skaða en ef engar merk­ingar væru á svæðinu.

Það er mikil­vægt að allir þeir sem setja niður merk­ingar haldi úti góðu skipu­lagi um skiltin og setji sér ákveðna stefnu um eftirlit og viðhald á þeim.

Gömul eða úrelt skilti á svæðinu án eiganda?
Á mörgum stöðum í náttúru landsins eru gömul og/eða úrelt skilti sem enginn virðist bera ábyrgð á. Í þeim tilvikum þar sem gömul og/eða úrelt skilti eru á ykkar svæði hvetjum við ykkur að tilkynna þau til skipu­lags­full­trúa sveita­fé­lagsins og er það þá í þeirra höndum að taka ákvörðun um þau.


1.2.7Hver ber ábyrgðina? #1.2.7-hver-ber-abyrgdina

Ábyrgð fylgir því að merkja ferða­mannastaði og frið­lýst svæði. Hvaða upplýs­ingar eru veittar á merk­ing­unum? Eru hættur rétt merktar? Er réttur erfið­leik­astuðull gefinn upp fyrir göngu­leið­irnar? Ábyrgð er einnig fólgin í þeim áhrifum sem umferð fólks um svæðið kann að hafa á umhverfið og náttúru. Mikil­vægt er að átta sig á hversu mörgum ferða­mönnum svæðið getur tekið á móti og ef fjöldi er of mikill þá annað hvort verður að stýra honum með beinni aðgangs­stýr­ingu eða beina umferð ferða­manna á fleiri staði á svæðinu til að dreifa umferð­inni.

Þar sem sveit­ar­félög hafa skipu­lags­valdið á hverjum stað fyrir sig hafa þau eftir­lits­hlut­verk á flestum þeim fram­kvæmdum er viðkoma ferða­manna­stöðum. Í einhverjum tilvika hafa sveit­ar­félög fram­selt ábyrgð­inni til félaga­sam­taka sem sjá þá um fram­kvæmd, umsjón og eftirlit um svæðið en sveit­ar­fé­lögin bera þó loka ábyrgðina. Einnig geta einka­að­ilar og stofn­anir gert samkomulag við sveit­ar­félög um fram­kvæmd, umsjón og eftirlit en eins og áður er það sveit­ar­fé­lagið sem ber loka ábyrgðina.

Hvernig sem fyrir­komu­lagið er, er gríð­ar­lega mikil­vægt að ábyrgð­ar­keðjan sé skýr og að auðvelt sé að hafa uppi á þeim aðilum sem hafa umsjón og eftirlit með merk­ingum á hverjum stað fyrir sig.