1.4

Vegrún


1.4.1Mátkerfi#1.4.1-matkerfi

Merk­inga­kerfið Vegrún er mátkerfi (e. modular system). Mátkerfi er hugtak sem enn er að vinna sér þegn­rétt í málinu en í því felst að allir þættir kerf­isins eru tilbúnir til notk­unar og aðgengi­legir fyrir þá sem vilja. Notandinn sækir einfald­lega alla bygg­ing­ar­þætti kerf­isins, allt frá stoðum eða jarð­fest­ingum til mynd­merkja og leturs, og raðar eining­unum saman svo úr verði skilti sem þjónar hans þörfum. Vegrún er því ekki saman­safn af tilbúnum merk­ingum, heldur verk­færi til að smíða merk­ingar byggðar á þörfum hvers og eins.

Kerfið gefur dæmi um hvernig megi semja og velja efni á skilti: texta, mynd­efni og kort. Vegrún veitir grunn­leið­sögn um ritun texta á fræðslu- og upplýs­inga­skilti, mótar sýn á val á mynd­efni og leið­beinir um notkun korta. Vegrún býður einnig upp á mikið úrval skýrra mynd­merkja sem vara við hættum, vísa veginn og auðkenna það sem er á staðnum.

Vegrún er kerfi fyrir landið allt. Því er ætlað að búa til heild­ar­svip á öllum merk­ingum fyrir ferða­menn sem settar eru upp á Íslandi. Það eykur líkurnar á að gestir skilji hvað sagt er við þá á mismun­andi skiltum, hvar sem þá ber niður.

 


1.4.2Ábendingar#1.4.2-abendingar

Með breyttum þörfum ferða­langa og stað­ar­haldara þróast Vegrún einnig. Það er því eðli­legt að kerfi eins og þetta taki breyt­ingum á komandi miss­erum. Kerfið var smíðað í mikilli og góðri samvinnu margra aðila og í þeim anda er kallað eftir athuga­semdum og ummælum um kerfið. Betur sjá augu en auga.

Ábend­ingar má senda með tölvu­pósti á netfangið vegrun@godar­leidir.is þar sem þeim verður haldið til haga og unnið úr þeim eins vel og hægt er.