Við þróun hugmyndar er mikilvægt að skoða hvaða áherslur hafa verið mótaðar um uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu eða almennt á landsvísu, en þær koma m.a. fram í eftirfarandi stefnum og áætlunum.
Samkvæmt henni skal m.a. huga að sjálfbærni ferðamannasvæða, sveigjanleika gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum, lífsgæðum heimafólks jafnt sem ferðamanna ásamt samkeppnishæfni einstakra landshluta og landsins alls.
Þar getur verið að finna stefnu um uppbyggingu ferðaþjónustu í viðkomandi sveitarfélagi og ákvæði um hvað skuli haft til hliðsjónar við mótun ferðamannastaða og yfirbragðs þeirra. Slíka stefnu getur einnig verið að finna í svæðisskipulagi þar sem það liggur fyrir, eins og t.d. í Svæðisskipulagi Austurlands og Svæðisskipulagi Snæfellsness.
Fjallar m.a. um skipulag og hönnun innviða, yfirbragð þeirra, efnisval, öryggi o.fl. Á hverju ári er gefin út verkefnaáætlun fyrir uppbyggingu innviða næstu þrjú ár og yfirlit yfir það fjármagn sem veitt er í einstök verkefni, sem bæði geta verið langtímaverkefni og bráðaaðgerðir. Lögð er áhersla á að beina ferðamönnum á þá áfangastaði þar sem aðstaða og þjónusta er fullnægjandi og um leið að vernda náttúruauðlindir og menningarminjar fyrir álagi af völdum ferðamennsku og útivistar.
Markaðsstofur viðkomandi landshluta hafa forgöngu um gerð þessara á ætlana. Þær snúast um framtíðarsýn um þróun ferðamála og uppbygginu áfangastaða í viðkomandi landshluta. Unnið eftir áherslum og markmiðum um markaðssetningu og forgangsverkefni skilgreind ásamt hlutverki hagsmunaaðila o.fl.
Ríkt menningarlíf er mikilvægt aðdráttarafl í ferðaþjónustu og vekur einnig áhuga ferðamanna á að kynnast náttúru og sögu lands og þjóðar. Framkvæmd stefnunnar birtist m.a. í menningarsamningum við landshlutasamtök sveitarfélaga, safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu og menningarstefnu í mannvirkjagerð. Einnig hafa mörg sveitarfélög sett fram menningarstefnu.
Manngert umhverfi mótar umgjörð um mannlíf og athafnir hvort sem er fyrir ferðamenn eða þá sem hér búa auk þess sem mannvirki verða oft að vinnsælum viðkomustöðum ferðafólks. Mannvirkjastefna setur m.a. fram stefnu um gæði í mannvirkjagerð og vernd íslensk byggingararfs.