2.2

Ýmsar stefnur og áætlanir

Við þróun hugmyndar er mikil­vægt að skoða hvaða áherslur hafa verið mótaðar um uppbygg­ingu ferða­mannastaða í sveit­ar­fé­laginu eða almennt á landsvísu, en þær koma m.a. fram í eftir­far­andi stefnum og áætl­unum.


2.2.1Landsskipulagsstefna#2.2.1-landsskipulagsstefna

Samkvæmt henni skal m.a. huga að sjálf­bærni ferða­manna­svæða, sveigj­an­leika gagn­vart samfé­lags- og umhverf­is­breyt­ingum, lífs­gæðum heima­fólks jafnt sem ferða­manna ásamt samkeppn­is­hæfni einstakra lands­hluta og landsins alls.


2.2.2Aðalskipulag#2.2.2-adalskipulag

Þar getur verið að finna stefnu um uppbygg­ingu ferða­þjón­ustu í viðkom­andi sveit­ar­fé­lagi og ákvæði um hvað skuli haft til hlið­sjónar við mótun ferða­mannastaða og yfir­bragðs þeirra.  Slíka stefnu getur einnig verið að finna í svæð­is­skipu­lagi þar sem það liggur fyrir, eins og t.d. í Svæð­is­skipu­lagi Aust­ur­lands og Svæð­is­skipu­lagi Snæfells­ness.


2.2.3Landsáætlun og verkefnaáætlanir um innviði#2.2.3-landsaaetlun-og-verkefnaatlanir-um-innvidi

Fjallar m.a. um  skipulag og hönnun innviða, yfir­bragð þeirra, efnisval,  öryggi o.fl. Á hverju ári er gefin út verk­efna­áætlun fyrir uppbygg­ingu innviða næstu þrjú ár og yfirlit yfir það fjár­magn sem veitt er í einstök verk­efni, sem bæði geta verið lang­tíma­verk­efni og bráða­að­gerðir.  Lögð er áhersla á að beina  ferða­mönnum á þá áfanga­staði þar sem aðstaða og þjón­usta er full­nægj­andi og um leið að vernda nátt­úru­auð­lindir og menn­ing­ar­minjar fyrir álagi af völdum ferða­mennsku og útivistar.


2.2.4Áfangastaðaáætlun viðkomandi landshluta#2.2.4-afangastadaaaetlun-vidkomandi-landshluta

Mark­aðs­stofur viðkom­andi lands­hluta hafa forgöngu um gerð þessara á ætlana. Þær snúast um fram­tíð­arsýn um þróun ferða­mála og uppbygginu áfanga­staða  í viðkom­andi lands­hluta. Unnið  eftir áherslum og mark­miðum um mark­aðs­setn­ingu og forgangs­verk­efni skil­greind ásamt hlut­verki hags­muna­aðila o.fl.


2.2.5Menningarstefna stjórnvalda#2.2.5-menningarstefna-stjornvalda

Ríkt menn­ing­arlíf er mikil­vægt aðdrátt­arafl í ferða­þjón­ustu og vekur einnig áhuga ferða­manna á að kynnast náttúru og sögu lands og þjóðar. Fram­kvæmd stefn­unnar birtist m.a. í menn­ing­ar­samn­ingum við lands­hluta­samtök sveit­ar­fé­laga, safna­stefnu á sviði þjóð­minja­vörslu og menn­ing­ar­stefnu í mann­virkja­gerð. Einnig hafa mörg sveit­ar­félög sett fram menn­ing­ar­stefnu.


2.2.6Menningarstefna í mannvirkjagerð#2.2.6-menningarstefna-i-mannvirkjagerd

Mann­gert umhverfi mótar umgjörð um mannlíf og athafnir hvort sem er fyrir ferða­menn eða þá sem hér búa auk þess sem mann­virki verða oft að vinn­sælum viðkomu­stöðum ferða­fólks. Mann­virkja­stefna setur m.a. fram stefnu um gæði í mann­virkja­gerð og vernd íslensk bygg­ing­ar­arfs.