1

Frá hugmynd til fram­kvæmdar


1.1Um leiðbeiningarnar#1.1-um-leidbeiningarnar

Fjölgun ferða­manna, aukin aðsókn að áfanga­stöðum í náttúru Íslands og áhersla á menn­ing­ar­tengda ferða­mennsku hefur leitt til uppbygg­ingar gisti­staða og ferða­mannastaða víðs vegar um landið.

Við undir­búning fyrir nýjan eða úrbætur á fyrir­liggj­andi ferða­mannastað, er mikil­vægt að vanda til verka og hafa yfirsýn yfir hvað þarf að hafa í huga við mótun verk­efnis, hvaða upplýs­inga þarf að afla, sjóði sem hægt að að sækja styrki í og kröfur um skipu­lags­gerð og leyf­is­veit­ingar.

Þessum leið­bein­ingum er ætlað að veita slíka yfirsýn auk upplýs­inga um áætlaða tíma­lengd helstu þátta er varða gerð skipu­lags­áætlana og leyf­is­veit­inga.

 

Leiðbeiningunum er ætlað að gefa yfirlit yfir meginþætti sem huga þarf að við undirbúning áfangastaðar, frá hugmynd að leyfi, ásamt því að vísa á fyrirliggjandi ítarefni og leiðbeiningar.


1.2Fyrir hverja?#1.2-fyrir-hverja

Leið­bein­ing­arnar eru fyrst og fremst fyrir þá sem hyggja á fram­kvæmdir við uppbygg­ingu ferða­mannastaða, land­eig­enda, fram­kvæmda­aðila og ráðgjafa þeirra. Þær eiga við um allar fram­kvæmdir sem tengjast uppbygg­ingu ferða­þjón­ustu, t.a.m. fram­kvæmdir eins og hótel og tengdar fram­kvæmdir, en einnig minni fram­kvæmdir eins og gerð áninga­staðar við fallegan foss, stíga­gerð og umgjörð um sögu­stað eða aðstöðu til fugla­skoð­unar.