2

Frá hugmynd til fram­kvæmdar – þrjú megin­skref

Að mörgu er að huga við undir­búning uppbygg­ingar á ferða­manna­stöðum og er mikil­vægt að gera ráð fyrir nægum tíma fyrir hvert skref í ferlinu.

Með mark­vissum undir­bún­ingi, samráði strax í upphafi og yfirsýn yfir hver ber ábyrgð á hverju skrefi, má lágmarka tafir sem bæði geta verið tíma­frekar og kostn­að­ar­samar. Undir­bún­ings­ferlinu má skipta í eftir­far­andi þrjú megin­skref sem hvert um sig er síðan útskýrt nánar hér á eftir.