Að mörgu er að huga við undirbúning uppbyggingar á ferðamannastöðum og er mikilvægt að gera ráð fyrir nægum tíma fyrir hvert skref í ferlinu.
Með markvissum undirbúningi, samráði strax í upphafi og yfirsýn yfir hver ber ábyrgð á hverju skrefi, má lágmarka tafir sem bæði geta verið tímafrekar og kostnaðarsamar. Undirbúningsferlinu má skipta í eftirfarandi þrjú meginskref sem hvert um sig er síðan útskýrt nánar hér á eftir.