2.1

Grunn­vinna


2.1.1Ástæða#2.1.1-astaeda

Tilgangur verk­efn­isins, sem dæmi gisti- og ferða­þjón­usta samhliða búskap, sérstæð náttúra sem kallar á bíla­stæði og aðra aðstöðu, mótun umhverfis fyrir list­við­burði eða fræðslu.


2.1.2Markmið#2.1.2-markmid

Hvers konar upplifun er verið að leita eftir? Hver er mark­hóp­urinn og áætlað umfang ferða­mannastað­arins? Á að byggja hann í áföngum? Eiga áformin að styrkja nærsam­fé­lagið með einhverjum hætti?


2.1.3Staðhættir#2.1.3-stadhaettir

Hvernig er lands­lagið og vist­kerfið og hversu viðkvæmt er svæðið? Er um vernd­ar­svæði að ræða, þ.m.t. svæði á nátt­úru­m­inja­skrá, svo sem vegna náttúru- og menn­ing­ar­minja eða vatns­verndar? Er um hættu­svæði að ræða svo sem vegna flóða eða skriðu­falla eða verður göngu­leið við vara­samt gil? Er aðgengi að nauð­syn­legum innviðum eins og veitum og vega­kerfi?


2.1.4Greining#2.1.4-greining

Hvaða valkostir koma til álita varð­andi uppbygg­inguna svo sem hvað hvað varðar aðkomu, bíla­stæði, umfang, mann­virki og ásýnd. Hvort er t.d. betra að beita efnis­vali til að draga úr neikvæðum áhrifum bíla­stæða og þjón­ustu­bygg­inga á upplifun eða stað­setja þessi mann­virki í hvarfi frá útsýn­is­staðnum þótt göngu­leiðin verði lengri? Að hverju þarf að hyggja varð­andi þolmörk náttúru eða innviða? Kalla áformin á starfs­menn og þarf að byggja aðstöðu fyrir þá?


2.1.5Ráðgjafar#2.1.5-radgjafar

Mælt er með að leita eftir aðstoð við gagna­öflun og grein­ingu, undir­búning og fram­fylgd þess, svo sem til skipu­lags­ráð­gjafa, arki­tekta eða lands­lags­arki­tekta, allt eftir eðli og umfangi verk­efnis. Mikil­vægt er að góðar hugmyndir fái að þroskast og þróast af faglegum metnaði.


2.1.6Fjármögnun#2.1.6-fjarmognun

Huga þarf tíman­lega að gerð kostn­að­ar­áætl­unar og leita upplýs­inga um mögu­legar leiðir til fjár­mögn­unar verk­efnis. Hægt er að sækja um styrki til ýmissa verk­efna, sem dæmi: Fram­kvæmda­sjóður ferða­mannastaða veitir styrki til undir­bún­ings og fram­kvæmd verk­efna sem tengjast nátt­úru­vernd og uppbygg­ingu, öryggi ferða­manna og viðhaldi og verndun mann­virkja. Uppbygg­inga­sjóðir viðkom­andi lands­hluta styrkja ýmis menn­ingar-, atvinnu­þró­unar- og nýsköp­un­ar­verk­efni auk annarra verk­efna sem falla að sókn­aráætlun svæð­isins. Minja­stofnun Íslands gegnum Húsa­frið­un­ar­sjóð og Forn­minja­sjóð, veitir styrki fyrir endur­gerð mann­virkja, gerð tillagna um vernd­ar­svæði í byggð, varð­veislu og miðl­unar upplýs­inga um forn­minjar o.fl.


2.1.7Samráð#2.1.7-samrad

Þegar áformin skýrast þarf að kort­leggja við hvaða aðila þarf að hafa samráð um tiltekna þætti verk­efn­isins. Hafa þarf samband við skipu­lags­full­trúa viðkom­andi sveit­ar­fé­lags til að kanna stöðu skipu­lags og eins geta aðstæður kallað á samráð við aðra aðila eins og Minja­stofnun Íslands, Umhverf­is­stofnun, Vega­gerðina, heil­brigðis­eft­irlit svæð­isins og hags­muna­aðila í nágrenninu. Samráð getur bæði átt rétt á sér á frum­stigi undir­bún­ings og við gerð skipu­lags­áætlana á síðari stigum.